BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Breiðablik og HK mætast í góðgerðarleik

05.06.2020 image

Næstkomandi sunnudag, þann 7.júní, munu Breiðablik og HK mætast í góðgerðarleik á Kópavogsvelli kl.12:00.

Einungis verður selt í tvö hólf og því verða aðeins 400 miðar í boði á þennan leik.

Öll miðasala fer í gegnum tix.is. Miðinn kostar 1.000kr og rennur allur ágóði af miðasölu til mæðrastyrksnefndar Kópavogs. 

Börn fædd 2005 eða síðar fá frítt inn og þurfa þar af leiðandi ekki að vera með miða.

Hlökkum til að sjá ykkur á Kópavogsvelli á sunnudaginn.

Leikurinn verður frábær skemmtun og enn betra að styrkja gott málefni! 

Breiðablik, HK og Mæðrastyrksnefnd Kópavogs.

Tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör hefur gefið út nýtt stuðningsmannalag fyrir Breiðablik. Lagið ber heitið 'Eitt fyrir klúbbinn'.

image

Til baka