BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

BOSE mótið 2019: Breiðablik – Valur á Kópavogsvelli fimmtudag kl.17:00!

19.11.2019

Næsti leikur okkar manna er á fimmtudaginn kl.17.00 á Kópavogsvelli gegn Valsmönnum. Það verður athyglisverður leikur en Valsmenn unnu Stjörnuna 3:2 í sínum fyrsta leik á Bose mótinu.  Unglingalandsliðsmenn Blika verða komnir úr verkefnum og Thomas Mikkelsen mættur á klakann. Það má því búast við hörkuleik.

Breiðablik er í riðli með Val, KA og Stjörnunni í mótinu.

Fyrsti leikur Blika var gegn KA um síðustu helgi. Leikurinn tapaðist 2:3. Sjá umfjöllun um leikinn> Blikar lutu í gras í fyrsta leik

Leikjaplanið í riðlinum: Breiðablik – KA. Laugardag 16. nóvember kl.14.00. Breiðablik – Valur. Fimmtudag 21.nóvember kl.17.00. Breiðablik – Stjarnan. Laugardag 30. nóvember kl.12.00.

Smella á mynd til að sjá yfirlit allra innbyrðis mótsleikja Breiðabliks og Vals frá upphafi. 

Valsmenn eru að taka þátt í Bose mótinu í fyrsta sinn, en þetta er í 5. sinn sem Breiðablik tekur þátt: 2018: Úrslitaleikur. Tap fyrir KR í vító eftir 2:2 jafntefli í venjulegum leiktíma. 2017: Úrslitaleikur. Sigur (2:0) á Stjörnunni. 2016: Sigur á Stjörnunni í vító eftir 3:3 jafntefli í venjulegum leiktíma. 2015: Tap (1:0) fyrir KR í Egilshöll.

Við hvetjum alla Blika að mæta á Kópavogsvöll á fimmtudaginn kl.14:00. Spáin er austan 5. Smá rigning í fyrri hálfleik en þurrt í þeim síðari. Hiti 5°.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka