BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Blikar spila til úrslita á Íslandsmóti í Laugardalshöllinni

06.01.2018

Þrátt fyrir að Íslandsmótið innanhúss (fútsal)  fari ekki hátt eru Blikar að spila þar til úrslita í meistaraflokkum karla og kvenna. Í meistaraflokki kvenna eru ungar Blikastelpur að gera góða hluti. Þær unnu stórsigur á Sindra frá Hornafirði í undanúrslitum og spila gegn Álftanesi í úrslitum á morgun sunnudag kl.12.15 í Laugardalshöllinni. 

Í meistaraflokki karla eru það AugnaBlikar sem eru að koma skemmtilega á óvart og eru komnir alla leið í úrslitaleikinn. Þeir unnu KB/Leikni í 8-liða úrslitum í hörkuleik 5:6 á föstudagskvöldið og yfirspiluðu síðan Selfoss 6:1 í undanúrslitum. Þeir mæta síðan Vængjum Júpiters (varlalið Aftureldingar) í úrslitum á morgun sunnudag í Laugardalshöllinni kl.14.00. 

Meðal þekktra Blika sem spila með Augnablik eru Ellert Hreinsson, Kári Ársælsson, Haukur Baldvinsson og fleiri góðir leikmenn. Það er Jökull Elísabetarson sem stýrir þessu Blikaliði. Við hvetjum alla sem vettlingin geta valdið til að mæta í Laugardalshöllina á morgun sunnudag til að sjá  þessi flottu Blikalið!

Til baka