Blikar og Stjarnan spila um 5. sætið í BOSE mótinu á Stjörnuvellinum i…" /> Blikar og Stjarnan spila um 5. sætið í BOSE mótinu á Stjörnuvellinum i…">

BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Blikar mæta Stjörnunni í BOSE mótinu

05.12.2016

Blikar og Stjarnan spila um 5. sætið í BOSE mótinu á Stjörnuvellinum i Garðabæ á miðvikudaginn kl.18.00. Liðin tvö lentu í síðasta sæti í sínum riðli og þurfa því að spila um þetta sæti.  Stjarnan tapaði þó ekki leik en gerði tvo 0:0 jafntefli í riðlinum.  

Liðin hafa oft mæst á Stjörnuvellinum og skemmst er er að minnast hörkuleiks í Pepsí-deildinni síðasta sumar þar sem Blikar höfðu sigur 1:3.

Það verður því örugglega fjör á miðvikudaginn og hvetjum við Blika til að mæta og hvetja okkar drengi til sigurs.

Til baka