BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Blikar lögðu Fjölnismenn í Fífunni

15.12.2014

Síðasti leikur í æfingarfjórleiknum fyrir jól og áramót fór fram á laugardaginn 13 desember.  Í þetta sinn kom Fjölnir í heimsókn og enduðu leikar 2-1 fyrir okkar mönnum.

Það voru þeir Arnór Aðalsteins og Ósvald Trausta sem skoruðu mörk okkar Blika. Bæði mörkinn voru sérlega glæsileg en eftir góða sendingu útá kanntin frá Óliver tók Arnór boltan niður, lék á einn Fjölnismann ( sjá myndband ) gaf fyrir en boltinn endaði í háum boga í fjær samúel. Hvort þetta hafi verið skot eða fyrirgjöf skiptir engu máli inn fór boltin og staðan orðinn 1-0 . Á 38 mínútu fyrri hálfleiks fengum við við aukaspyrnu 4 metrum fyrir utan teig hægra meginn ( sjá myndband ) Óliver og Ósvald gerðu sig klára að taka spyrnuna en það var síðan Ósvald sem sendi boltan yfir vegginn og í samúel hægra meginn. Virkilega vel gert.  Fjölnir skoraði sitt mark undir lok leik, sigurinn var aldrei í hættu og tíminn rann út án frekari frétta. 

Dómari leiksins var röggsamur og gaf tveimur kost á því að fara útaf og kæla sig og inn komu nýjir leikmenn, en það voru þeir félagar Damir og Gunnar Guðmundsson sem fengu að fá sér vatnsopa eftir ryskingar inná vellinum.

Blikaliði lítur vel út, en við verðum að hafa það í huga að þetta er silly season og leikmenn bæði þungir og hægir eftir erfiðar æfingar undanfarnar vikur. Að venju notuðu Arnar og Kristó marga leikmenn og fengu leikmenn nokkuð góðan spiltíma. 

Eftir þessa viku fara leikmenn og þjálfarar í Jólafrí og mæta síðan aftur galvaskir á nýju ári en það er stutt í fyrsta mót sem er Fótbolta.net mótið  og munum við greina frá því á nýju ári.

Blikar.is óskar öllum Blikum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Til baka