BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Blikar kvöddu Arnór í árlegu jólaboði

30.12.2011

Leikmenn meistaraflokks ásamt þjálfurum, meistaraflokksráði og stjórn komu saman til árlegs jólamálsverðar í Smáranum s.l. miðvikudag.

Við það tækifæri afhenti Einar Kristján Jónsson formaður knattspyrnudeildar Arnóri Aðalsteinssyni viðurkenningarskjöld frá deildinni í tilefni þess að Arnór hefur nú haldið á vit nýrra ævintýra í Noregi.

Arnór hefur eins og kunnugt er leikið með Hönefoss í Noregi frá miðju sumri og hefur nú samið við liðið um áframhaldandi veru þar eftir að liðið tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni norsku.

Breiðablik óskar Arnóri góðs gengis og þakkar samveruna frá því Arnór man eftir sér.

Elfar Freyr Helgason, sem líka hélt í atvinnumennsku á miðju sumri fékk örstutt jólafrí og fór utan á annan í jólum átti því ekki kosta að mæta í Smárann og taka við sinni viðurkenningu.

Eins og fram hefur komið í fréttum hefur Kristinn Steindórsson samið við Sænska lið Halmstad um að leika með þeim næstu 3 árin. Blikar.is óska Kristni til hamingju með þennan áfanga og vænta þess að hann mæti í jólamatinn 28. des 2012 og taki við þakklætisvotti deildarinnar. Kannski verður það fyrr – aldrei að vita.

Blikar.is óska Blikum og landsmönnum öllum árs og friðar.

Til baka