BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Umfjöllun: Blikar Bikarmeistararar

26.09.2019

Strákarnir í 2. flokki karla gerðu sér lítið fyrir í gær og urðu Bikarmeistarar í sínum flokki. Liðið lagði Íslandsmeistara Skagamanna 3:4 í frábærum knattspyrnuleik í Akraneshöllinni.

Staðan var 2:2 eftir venjulegan leiktíma en okkar drengir voru sterkari í framlengingu og lönduðu titlinum.  Þetta var sigur liðsheildarinnar enda þurftu nokkrir lykilmenn Blikaliðsins að fara af velli vegna meiðsla en strákarnir sem komu inn á voru vandanum vaxnir og liðið kláraði leikinn.

Brynjólfur Willumsson kom Blikum yfir á 10. mínútu en Skagamenn jöfnuðu leikinn eftir slæm varnarmistök um miðjan seinni hálfleik. Reyndar var brotið á Blikum skömmu áður en dómarinn lét leikinn samt halda áfram. Síðan skoruðu heimapiltar gullfallegt mark beint úr aukaspyrnu og útlitið ekki bjart fyrir okkar drengi. En Benedikt Warén, besti leikmaður vallarins, jafnaði leikinn 2:2 með frábæru skoti beint upp í samskeytin rétt fyrir leikslok.

Myndaveisla í boði Hafliða Breiðafjörð hjá Fótbolta.net

Í framlengingu kom Ýmir Halldórsson okkur yfir með ágætu marki eftir klafs í vítateig þeirra guklæddu. Það var síðan varamaðurinn Arnar Laufdal Arnarsson sem í raun tryggði okkur titilinn með frábærum spretti upp hægri kantinn. Hann lék á tvo Skagamenn í teignum og gaf svo þéttingafastan bolta fyrir markið. Þar reyndi einn Skagamaður að bjarga en sendi knöttinn í eigið mark. Staðan orðin 2:4 og þrátt fyrir að ÍA skoraði mark í blálokin þá fór titilinn í Kópavoginn.

Blikaliðið sýndi mikinn karakter í leiknum. Nokkuð margir í liðinu hafa fengið dýrmæta reynslu með Augnablik í 3. deildinni í sumar og nokkrir hafa verið viðriðnir meistaraflokk Blika. Þessi reynsla skilaði sér á ögurstundu í leiknum. 

Hjartanlega til hamingju með þetta Blikar!

-AP

Umfjöllun/skýrsla Fotbolta.net hér. 

ÍATV

Útsending frá úrslitum í bikarkeppni 2. flokks sem fer fram fór í Akraneshöll. Lýsing: Örn Arnarson og Björn Þór Björnsson. Myndataka: Arnar Óðinn Arnþórsson. Stjórn útsendingar: Snorri Kristleifsson

Til baka