BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Best hjá Blikum 2013

03.10.2013

Á vel heppnuðu lokahófi knattspyrnudeildar Breiðabliks um síðustu helgi var að vanda tilkynnt um bestu, efnilegustu og félagslega sterkustu leikmennina í meistaraflokki karla og kvenna og einnig í 2. flokki karla og kvenna.

Það voru þau Sverrir Ingi Ingason og Rakel Hönnudóttir sem voru valin bestu leikmenn meistaraflokkanna á þessu tímabili.

Árni Vilhjálmsson og Andrea Rán Snæfeld Haukdóttir voru valin efnilegust. 

En hér er allur hópurinn sem var valinn.  Við látum nokkrar vel valdar myndir fylgja með fréttinni. Það skal þó tekið fram að ekki náðist að mynda allar 2. flokks stelpurnar því þær voru uppteknar í landsliðsverkefnum á sama tíma.

Meistaraflokkur karla

Leikmaður ársins:                         Sverrir Ingi Ingason

Efnilegasti leikmaðurinn:               Árni Vilhjálmsson

Leikmaður leikmanna:                  Sverrir Ingi Ingason

Meistaraflokkur kvenna

Leikmaður ársins:                          Rakel Hönnudóttir

Efnilegasti leikmaðurinn:                Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir

Leikmaður leikmanna:                   Rakel Hönnudóttir

2 flokkur karla

Leikmaður ársins:                           Viktor Örn Margeirsson

Mestu framfarir:                              Sindri Steinn Marinósson

Leikmaður leikmanna:                    Jakob Kristinsson

2 flokkur kvenna

Leikmaður ársins:                           Ingibjörg Sigurðardóttir

Mestu framfarir:                              Ragnheiður Erla Garðarsdóttir

Leikmaður leikmanna:                    Steinunn Sigurjónsdóttir

Til baka