BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Benedikt Warén framlengir samningi

25.02.2020 image

Miðjumaðurinn efnilegi Benedikt V. Warén hefur framlengt samning sinn við Breiðablik út keppnistímabilið 2022. Benedikt hefur staðið sig afar vel með meistaraflokki Breiðabliks á undirbúningstímabilinu. Hann skoraði til að mynda gegn FH og ÍA í Fotbolta.net mótinu. Hann lék svo frábærlega gegn sænska úrvalsdeildarfélaginu Norrköping á dögunum.

Benedikt sem er fæddur árið 2001 hefur alls leikið 12 mótsleiki með meistaraflokki Breiðabliks og skorað í þeim tvö mörk. Benedikt hefur oftast leikið sem miðjumaður en er fjölhæfur leikmaður og hefur einnig staðið sig vel sem hægri bakvörður með meistaraflokki Breiðabliks.

Benedikt fékk dýrmæta reynslu í meistaraflokki síðastliðið sumar þegar hann lék sjö leiki á Íslandsmótinu sem lánsmaður hjá Augnablik. Benedikt hefur þegar leikið einn unglingalandsleik fyrir Íslands hönd. Hann var nýverið valinn í æfingahóp U19 ára landsliðs Íslands fyrir milliriðil sem fram fer í mars.

Við hlökkum til að fylgjast með þessum efnilega leikmanni á næstu misserum. 

image

Benedikt V. Warén og Óskar Hrafn Þorvaldsson handsala samninginn.

Til baka