BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Atli Eðvaldsson – Kveðja frá Blikum

12.09.2019

Við Blikar minnumst Atla Eðvaldssonar knattspyrnumanns og þjálfara sem jarðsunginn verður í dag.

Atli lést í síðustu viku og hefur hans verið minnst víða og vandlega farið yfir lífshlaup hans og stærstu afrek á knattspyrnuvellinum. Við minnumst Atla sem mjög hæfileikaríks íþróttamanns með einbeittan vilja til að ná árangri. Slíkir menn ná yfirleitt langt og Atli var sannarlega einn af þeim.

Atli var fyirliði íslenska landsliðsins um árabil, og sem slíkur stóð hann sig afburða vel Dreif menn áfram og stappaði í þá stálinu þegar á móti blés og var alltaf á tánum, eins og sagt er. Alvöru náungi, sem vissi að það þurfti að leggja á sig til að uppskera.
Það er mikill sjónarviptir af Atla og Blikar þakka honum fyrir hans mikla framlag til íslenskrar knattspyrnu.

Aðstandendum vottum við okkar innilegustu samúð.

Blessuð veri minning Atla Eðvaldssonar.

Ólafur Björnsson

Til baka