BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Ástralskur framherji í Breiðablik!

16.05.2011

Ágætu Blikar, ástralski framherjinn, Dylan Jacob Macallister, hefur gengið til liðs við knattspyrnudeild Breiðabliks. Dylan, sem er 29 ára gamall og 193 cm á hæð, hefur meðal annars spilað með norsku úrvalsdeildarliðunum Lyn og Brann. Undanfarin ár hefur hann spilað með efstudeildar liðum í Ástrallíu.

Hann hefur leikið fjölmarga unglingalandsleiki og einn A landsleik fyrir Ástralíu. Dylan er stór og sterkur framherji en ljóst er að Blikaliðinu hefur vantað ,,target" mann frammi. Félagaskipti hans eru komin í gegn og er hann því löglegur gegn Fylki á Kópavogsvelli á mánudaginn.

Blikaklúbburinn

Til baka