BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Árskort og Blikaklúbbskort komin í sölu

06.06.2020 image

Þeir sem ganga frá kaupum árskorti/Blikaklúbbskorti á heimaleiki Breiðabliks geta sótt kortin fimmtudaginn 11. júní á milli kl.16:00 - 18:30 í tengibyggingu Smárans/Fífunnar.

Þeir sem sækja á þeim tíma geta um leið tryggt  sér miða á fyrstu leiki meistaraflokks kvenna og karla sem fara fram  dagana 13. - 14. júní. Þeir sem eru nú þegar með Blikaklúbbskort í  áskrift geta einnig sótt miða á fyrstu leikina á þeim tíma.

Stelpurnar mæta FH í fyrsta leik á laugardaginn 13.júní og strákarnir mæta Gróttu þann 14. júní.

Ljóst er að færri komast að en vilja á þessa leiki vegna  samkomutakmarkanna og því hvetjum við alla Blika til þess að ganga frá  kaupum og tryggja sér miða á fyrstu leikina.

Vertu með okkur í sumar.

Árskortin gilda á alla leiki Breiðabliks í Pepsi Max deildum karla og kvenna.

Smella hér eða á myndina til að ganga frá kaupum.

image

Ársmiðakort og Blikaklúbbskort á Kópavogsvöll eru nú komin í sölu. Salan er unnin í samvinnu við Blikaklúbbinn. 

Til baka