BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Árni kemur heim!

19.03.2021 image

Þær frábæru fréttir voru að berast að framherjinn snjalli Árni Vilhjálmsson hefur ákveðið að koma heim og gera tveggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Það þarf vart að taka það fram hve mikill hvalreki þetta er fyrir Blikaliðið. Árni, sem er 26 ára gamall, hefur undanfarin ár leikið sem atvinnumaður í Noregi, Svíþjóð, Póllandi og Úkraínu.

Hann lék á árunum 2011-2016 121 leik með meistaraflokki Breiðabliks og skoraði í þeim 54 mörk. Árni á að baki einn A landsleiki og 32 leiki með yngri landsliðum Íslands.

"Það er fagnaðarefni fyrir alla Blika að fá Árna Vilhjálmsson heim. Hann er frábær leikmaður og karakter sem mun hjálpa liðinu ómælt bæði innan vallar sem utan." segir Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks.

Með þessari viðbót kemur enn meiri ógnun í sóknarleik Blikaliðsins og eru þetta skýr skilaboð Blika að liðið ætli sér að keppa um titla í sumar.

Velkominn heim Árni!

image

Til baka