BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Áramótabrenna 2016

30.12.2016

Tvær brennur eru í Kópavogi um áramótin, í Kópavogsdal og Þingabrenna Gulaþingi.  

Kveikt verður í báðum brennum klukkan 20.30. Flugeldasýning Hjálparsveita skáta sem haldin er hjá áramótabrennunni við Smárahvammsvöll hefst kl. 21.10.

Áramótabrennan við Smárahvammsvöll er fyrir neðan Digraneskirkju á sama stað og undanfarin ár á gamlárskvöld. Bílastæði eru við Digraneskirkju, á Smáratorgi og við Smáralind. Einnig eru stæði við suðurenda Fífunnar og við Fífuhvamm.

Valgeir Skagfjörð sér um að halda uppi fjörinu með söng og hljóðfæraleik. Kynnir er Samúel Örn Erlingsson.

Breiðablik og Hjálparsveit Skáta í Kópavogi eru í samstarfi um flugeldasölu og hægt er að styrkja bæði félög með því að kaupa flugeldaávísanir í afgreiðslu Smárans.

Kaupendur velja þá deild innan Breiðabliks sem þeir hugsa sér að styrkja og í boði eru bæði 5000 og 10.000 kr ávísanir sem gilda á eftirtöldum sölustöðum Hjálparsveitarinnar:

  • Bakkabraut 4: Björgunarmiðstöðin við Kópavogshöfn (Stór sölustaður)
  • Dalveg 6-8: Í húsnæði Kraftvéla (Stór sölustaður)
  • Nýbýlavegi 10: Rétt hjá Bónus Nýbýlavegi
  • Versölum 5: Við Salalaug
  • Vallakór 4: Við Krónuna í Kórahverfi

Til baka