BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Áramótabrenna 2015

30.12.2015

Hin árlega áramótabrenna Kópavogs verður við Smárahvammsvöll fyrir neðan Digraneskirkju á sama stað og undanfarin ár á gamlárskvöld.

Kveikt verður í brennunni kl. 20:30. Flugeldasýning Hjálparsveitar skáta hefst kl. 21:10.

Valgeir Skagfjörð sér um að halda uppi fjörinu með söng og hljóðfæraleik. Kynnir er Samúel Örn Erlingsson

Bílastæði eru við Digraneskirkju, á Smáratorgi og við Smáralind. Einnig eru stæði við suðurenda Fífunnar og við Fífuhvamm.

Breiðablik og HSSK eru í samstarfi um flugeldasölu. Kaupið úttektarmiða hjá Breiðablik í íþróttahúsinu hjá Smáranum og framvísið á sölustöðum HSSK og styrkið báða aðila.

Breiðablik óskar Kópavogsbúum sem og öðrum landsmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum ánægjulegt samstarf, samskipti og stuðning á árinu sem er a líða

Til baka