BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Andri Rafn Yeoman með 3 ára samning

29.10.2010

Ágætu Blikar, Andri Rafn Yeoman hefur skrifað undir nýjan 3 ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Þessi efnilegi 18 ára gamli miðvallarleikmaður sló svo sannarlega í gegn í sumar og átti flotta innkomu í Íslandsmeistaralið Breiðabliks.  Hann spilaði 17 leiki og skoraði 2 mörk. Þar að auki hefur hann átt fast sæti í unglingalandsliðum Íslands undanfarin tvö ár.

Við fögnum þessum samningi enda ljóst að Andri Rafn verður lykilmaður í liði Breiðabliks á komandi árum.

Þess má einnig geta að  þrír lykilmenn í meistaraflokki  kvenna hafa endurnýjað samning sinn við deildina. Þetta eru þær Sara Björk Gunnarsdóttir , Fanndís Friðriksdóttir og Guðrún Erla Hilmarsdóttir. Þetta eru mjög góð tíðindi enda voru þessar þrjár stúlkur í lykilhlutverki í sumar.  Í bígerð er að klára fleiri samninga á næstu dögum við leikmenn meistaraflokks kvenna.

Til baka