BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Andri kominn yfir 200 leiki

21.02.2016

Þrátt fyrir ungan aldur er miðjumaðurinn snjalli Andri Rafn Yeoman kominn yfir 200 leiki með meistaraflokki karla hjá okkur Blikum.  Andri Rafn er fæddur árið 1992 og verður þvi 24 ára á þessu ári. Hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik aðeins 17 ára gamall árið 2009. Andri Rafn hefur einnig spilað 22 landsleiki með yngri landsliðum Íslands og skoraði í þeim eitt mark. Hann hefur skoraði sex mörk í efstu deildinni.

Andri Rafn mun fá áritaðan skjöld fyrir þennan árangur. Þess má geta að aðeins einn annar af núverandi leikmamönnum í meistaraflokki Breiðabliks hefur spilað fleiri leiki í efstu deild. Það er bakvörðurinn snjalli Arnór Sveinn Aðalsteinsson en hann hefur leikið 233 leiki með meistaraflokki. Næstur þeim er miðvörðurinn eitilharði Elfar Freyr Helgason en hann er núna með 163 leiki.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka