BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Ágúst með stuðningsmannafund

11.11.2017

Ágúst Gylfason, þjálfari meistaraflokks karla, hélt fund með stuðningsmönnum Blika í Glersalnum á Kópavogsvelli á föstudagskvöldið. Þar fór hann yfir prógrammið framundan og hvernig hann sér möguleika Blikaliðsins í baráttunni framundan.

Stuðningsmenn mættu vel og tóku virkan þátt í fundnum. Um það bil 50 manns mættu og mátti þar sjá stuðningsmenn á öllum aldri. Góður rómur var gerður að málflutningi þjálfarans og fékk hann ýmsar spurningar meðal annars um styrleika Blikaliðsins, um hugsanlega styrkingu, hvaða erlendu leikmenn yrðu áfram o.s.fr.

Fyrsti leikur Blikaliðsins á þessu nýja undirbúningstímabili verður i Fífunni á laugardaginn gegn Víkingum á BOSE mótinu. Ágúst sagðist búast við að gefa mörgum leikmönnum tækifæri í þessu móti en að sjálfsögðu yrði stefnt að því að sigra á mótinu.

-AP

Til baka