BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Yngri Blikar í eldlínunni

28.03.2019

Yngri landslið Íslands hafa verið í eldlínunni að undanförnu.

U-17 ára landslið karla náði frábærum árangri þegar það komst upp úr riðlinum og er komið í úrslit á EM í fyrsta skipti í sautján ár! Þrír Blikar voru í þessum frábæra hópi, varnarmaðurinn Ólafur Guðmundsson, miðjumaðurinn Andri Fannar Baldursson og sóknarmaðurinn Danijel Dejan Djuric.

Andri Fannar og Danijel Dejan eru reyndar að mála hjá erlendum liðum um þessar mundir. Andri Fannar er á láni hjá Bologna á Ítalíu og Daniel Dejan gekk til liðs við danska liðið Mydtjylland um áramótin en við lítum samt á þá sem jafn mikla Blika!

Hvorki fleiri né færri en sex Blikar léku með U-21 árs landsliðinu sem stóð sig vel í tveimur æfingaleikjum að undanförnu. Þetta voru markmennirnir Elías Rafn Ólafsson og Patrik Sigurður Gunnarsson, útileikmennirnir Alfons Sampsted, Sveinn Aron Guðjohnsen og bræðurnir Brynjólfur Darri og Willum Þór Willumssynir.

Liðið gerði jafntefli við Tékka 1:1 en sigraði síðan Katar 0:3.

Reyndar er Brynjólfur Darri sá eini sem enn spilar í Blikabúningnum en hinir eru allir komnir í atvinnumennsku.

Til hamingju með þennan frábæra árangur ungu Blikar!

-AP

 

Til baka