BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Willum bikarmeistari

25.05.2020 image

Willum Þór Willumsson varð í gær bikarmeistari í Hvíta-Rússlandi með liði sínu Bate Borisov.

Bate sigraði lið Minsk 1:0 í hörkuleik eftir framlengdan leik.

Willum hefur átt við smávægileg meiðsli að undanförnu sem hafa haldið honum frá byrjunarliðssæti. Hann kom samt inn á í leiknum í gær í seinni hálfleik. Þá var staðan 0:0 og það var ekki að sökum að spyrja að Blikinn breytti gangi mála!

Hjartanlega til hamingju með þennan fyrsta titil erlendis Willum! Þetta er bara byrjunina á einhverju sérstöku næstu árin!

-AP

image

Leikir Willums með Breiðabliki

Til baka