BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Viktor Örn með nýjan samning!

20.03.2019

Varnarmaðurinn öflugi Viktor Örn Margeirsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Viktor Örn sem er 24 ára gamall á að baki 74 leiki með Blikum og hefur skorað 5 mörk.

Viktor Örn hóf meistaraflokksferil sinn með Augnabliki eins og margir góðir leikmann en spilaði síðan sinn fyrsta leik með meistaraflokki Breiðabliks árið 2015. Hann lék einnig sem lánsmaður með HK og ÍA áður en hann vann sér sæti í Blikaliðinu. Síðastliðið sumar var Viktor afar mikilvægur hlekkur í sterku Blikaliði og missti aðeins af tveimur leikjum í Pepsi deildinni. Þá spilaði hann alla leiki Breiðabliks í Bikarnum, þar með talinn Bikarúrslitaleikinn á Laugardalsvelli.

Það er mikið fagnaðarefni fyrir Breiðablik að Viktor Örn sé búinn að skrifa undir langtímasamning við félagið. Það eru spennandi tímar framundan hjá liðinu okkar.

Mynd: HVH

Til baka