BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Viktor Örn framlengir við Blika

02.02.2017

Miðvörðurinn snjalli Viktor Örn Margeirsson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Breiðabliks um 3 ár. Viktor Örn sem er fæddur árið 1994 spilaði fyrstu meistaraflokksleiki sína með Augnablik árið 2013 en var síðan lánaður í HK sumarið 2014.

Hann spilaði síðan fyrstu meistaraflokksleikina með Blikunum sumarið 2015 og stóð sig vel. Flestir Blikar muna til dæmis eftir KR-leiknum þar sem hann var valinn besti leikmaður vallarins. Viktor Örn er 189 cm á hæð með góðan leikskilning og mun að öllum líkindum fylla í skarð Elfars Freys Helgasonar sem var lánaður í Horsens í Danmörku. 

Blikar.is fagna þessum tíðindum enda er Viktor Örn mjög öflugur knattspyrnumaður. Hann hefur átt við smávægileg meiðsli að stríða í vetur og er nýkominn úr uppskurði. Hann ætti að verða kominn á fulla ferð eftir 4-5 vikur.

Til baka