BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Viktor Örn áfram hjá Blikum

22.08.2021 image

Varnarmaðurinn sterki Viktor Örn Margeirsson hefur skrifað undir nýjan samning við Blika sem gildir til loka ársins 2023.

Viktor Örn hóf meistaraflokksferil sinn með Augnablik árið 2012. Hann fór síðan í HK í eitt tímabil og í Skagann sem lánsmaður árið 2017. Fyrsta leikinn sinn með Blikaliðinu spilaði hann árið 2015 og nú eru leikirnir orðnir 153 og mörkin 10.

Viktor Örn og Damir hafa myndað öflugt hafsentapar á þessu tímabili og það eru ekki margir skallaboltarnir sem Viktor Örn tapar í návígi. 

Það er mikið fagnaðarefni fyrir Blika að Viktor Örn verði áfram í grænu treyjunni næstu árin.

image

Til baka