BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Viktor Karl með nýjan 4 ára samning

26.03.2022 image

Viktor Karl Einarsson hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Viktor Karl, sem er uppalinn Bliki, fór ungur að árum í atvinnumennsku og spilaði í Hollandi og Svíþjóð. Hann kom síðan til baka til Breiðabliks árið 2019 og hefur verið inn af bestu leikmönnum efstu deildar undanfarin ár.

Viktor Karl er 25 ára gamall og hefur leikið 96 leiki með meistaraflokki Breiðabliks skorað í þeim 21 mark. Hann á að baki tvo A landsliki fyrir Íslands hönd.

Viktor Karl hefur verið valinn leikmaður ársins hjá meistarflokki karla undanfarin tvö keppnistímabil.

Þetta eru frábærar fréttir fyrir Blika og það verður gaman að fylgjast með þessum öfluga leikmanni á vellinum í sumar.

Til baka