BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Viktor Karl framlengir

04.03.2021 image

Þau ánægulegu tíðindi voru að berast að knattspyrnumaðurinn öflugi, Viktor Karl Einarsson, hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Breiðabliks til loka ársins 2023.

Viktor Karl, sem er uppalinn Bliki, fór ungur að árum í atvinnumennsku og spilaði í Hollandi og Svíþjóð. Hann kom síðan til baka til Breiðabliks árið 2019 og hefur fest sig í sessi sem einn af lykilmönnum liðsins.

Viktor Karl er 24 ára gamall og hefur leikið 60 leiki með Blikaliðinu og skorað í þeim 13 mörk. Hann á að baki 30 landsleiki með yngri landsliðum Íslands. Viktor var valinn leikmaður ársins hjá meistarflokki karla árið 2020.

Þetta eru frábærar fréttir fyrir Blika og það verður gaman að fylgjast með þessum öfluga leikmann á vellinum í sumar.

image

Halldór Árnason og Viktor Karl eftir undirskrift samningsins í dag.

Til baka