BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Valur - Breiðablik 2015

09.08.2015

Opinberir leikir Breiðabliks og Vals í meistarflokki karla frá upphafi eru 81 leikur. Fyrsti leikur liðanna var í 2. umferð Bikarkeppni KSÍ á Melavellinum föstudaginn 13. ágúst  1965. Leikurinn var gegn b-liði Vals og tapaðist 3 - 1. Næsta viðureign liðanna var árið 1968. Aftur var það leikur gegn b-lið Vals í 2. umferð Bikarkeppni KSÍ og leikið á Melavellinum 26. júlí 1968 í leik sem Blikar unnu 3-0. Samtals 7 mörk skoruð í fyrstu 2 leikjum liðanna árið 1965 og 1968.

Fyrstu viðureignir liðanna í efstu deild voru árið 1971 – sama ár og Blikar léku fyrst í efstu deild (þá 1. deild). Fyrri leiknum, sem var heimaleikur Blika, lauk með 2-0 sigri okkar manna, en seinni leikurinn tapaðist 4-2. Um haustið sama ár áttust liðin við í 8 liða úrslitum Bikarkeppni KSÍ í leik sem Blikar unnu 2-1. Samtals voru 11 mörk skoruð í 3 leikjum liðanna árið 1971.

Þrátt fyrir aðeins 1 mark í 1-0 sigri Blika í fyrri leik liðanna í sumar eru leikir liðanna gjarnan mikilir markaleikir. Í fyrra vinna Blikar 3-0 heima og 2-1 úti. Og 8. ágúst árið 2012 vinnur Breiðablik 3-4 útisigur á Val í mögnuðum leik þar sem m.a. Ingvar Þór Kale, þáverandi markvörður Blika, var rekinn af velli á 65. mín. Árið 2010 vinnur Breiðablik 5-0 heima svo nokkur dæmi séu nefnd.

Valsarar hafa forskot í þessum 81 opinbera leik frá 1965 því Valur hefur unnið 34 leiki, Blikar 29 leiki og jafnteflin eru 18.

En Blikar hafa yfirhöndina í efstu deildar leikjum frá árinu 2000. Leikirnir eru 21 (bæði lið léku í 1. deild árin 2002 og 2004) og hefur Breiðablik unnið 11 leiki, Valur 5 leiki og jafnteflin eru 5.

Leikur Vals og Blika er á Laugardalsvelli á mánudag klukkan 19:15. Verið er að setja gervigras á Valsvöllinn og því spila þeir rauðklæddu alla sína heimaleiki á Laugardalsvelli það sem eftir er sumars.

Hægt er að sjá viðtöl við leikmenna og þjálfara Blika þar sem þeir ræða Valsleikinn á blikartv á þessari slóð. Sjá upphitun fyrir leikinn.

Blikar ætla að hita upp fyrir leikinn með því að hittast í Þróttaraheimilinu  frá kl.17.30. Þar verður hægt að kaupa hamborgara og veitingar á vægu verði. Einnig verður útsala á Blikavarningi þannig að þetta er samkoma sem engin Bliki má missa af. Menn muna eftir magnaðri stemmningu á sama staði fyrir tveimur árum þegar við spiluðum við Aktobe í Evrópukeppninni.

Áfram Breiðablik!

Til baka