BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Útlendingahersveitin mætti á æfingu

20.12.2018

Það var sannkallað ,,útlenskt" þema á æfingu meistaraflokks Breiðabliks í dag.

Nánast öll útlendingahersveit Breiðabliks mætti á æfingu og setti skemmtilegan svip á Fífuna.

Í heild voru það 9 uppaldir Blikar sem eru eða hafa verið á mála hjá erlendum liðum sem tóku virkan þátt í dag.

Þetta voru þeir Árni Vilhjálmsson (Pólland), Höskuldur Gunnlaugsson (Svíþjóð), Adam Örn Arnarson (Noregi), Oliver Sigurjónsson (Noregi), Nikolai Djuric (Danmörku), Ágúst Hlynsson (Danmörku), Danijel Djuric (Danmörku), Alfons Sampsted (Svíþjóð) og Viktor Karl Einarsson (Svíþjóð).

Gaman að sjá ykkur alla strákar!


 

Til baka