BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Úrslitaleikur Fótbolta.net mótsins 2022: Stjarnan - Breiðablik

24.01.2022 image

Síðasti leikur meistaraflokks karla í Fótbolta.net mótinu 2022 verður á Samsung vellinum í Garðabæ kl.19:00 á fimmtudag. Þá mætum við nágrönnum okkar í Garðabæ í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins 2022. 

Ekki er búið að aflétta áhorfendabanni en við gerum ráð fyrir að Stjörnumenn sýni leikinn í gegnum Spiideo Play kerfið.

Andstæðingar í úrslitaleiknum á fimmtudag er gott lið Stjörnumanna sem eru með fullt hús stiga eftir 3 leiki - sigruðu ÍBV 4:2, ÍA 6:1 og FH 3:0 en Stjarnan átti að mæta FH á mánudagskvöld en þeim leik þurfti að aflýsa. FH forfallast í leikinn og Stjörnunni því dæmdur 3-0 sigur.

Stjarnan og Breiðablik eru að mætast í annað sinn á stuttum tíma. Liðin áttust við í BOSE Bikarnum 15. desember 2021. Þeim leik lauk með sigri okkar manna 3:2. Nánar hér. 

Tölfræði

Þrátt fyrir nokkuð jafna tölfræði í 62 innbyrðis mótsleikjum frá upphafi (28-11-23) átti Blikaliðið í algjöru basli með Stjörnumenn árin 2017 og 2018 en frá 2019 hafa Blikmenn unnið alla innbyrðis mótsleiki liðanna nema heimaleik okkar manna í Pepsi Max í september 2019 þegar liðin gerðu 1:1 jafntefli - mjóg ósanngjarnt jafntefli segja margir. T.d. var fyrirsögn umfjöllunar blikar.is þessi "Sanngirni og knattspyrna er sitt hvað"

Innbyrðis viðureignir í Fótbolta.net mótinu

Liðin hafa mæst 5 sinnum í Fótbolta.net mótinu – þar af þrisvar í úrslitaleik mótsins.

Árið 2012 vinna Blikar í úrslitaleik>

14.02 18:00
2012
Breiðablik
Stjarnan
3:2
5
Fótbolti.net | Úrslit
Kórinn | #

Árið 2015 mætast liðin í úrslitaleik>

Árið 2016 eru liðin saman í riðli>

20.01 18:59
2016
Stjarnan
Breiðablik
3:2
5
Fótbolti.net | Riðill
Fífan | #

Árið 2018 töpuðu blikar>

Árið 2019 unnu Blikar í úrslitaleik>

Sigurvegarar Fótbolta.net mótsins 2019 eftir sigurleikinn gegn Stjörnunni:

image

Sigurvegarar Fótbolta.net mótsins frá upphafi

Keflavík var fyrst liða til að vinna Fótbolta.net mótið. Stjarnan hefur sigrað mótið tvisvar. Breiðablik hefur sigrað mótið oftast eða alls 5 sinnum. 

Breiðablik: 2012, 2013, 2015, 2019, 2021.

Stjarnan: 2014, 2018. 

Keflavík: 2011.

ÍBV: 2016.

FH: 2017.

ÍA: 2020.

Dagskrá

Flautað verður til leiks á Samsung vellinum í Garðabæ á fimmtudag kl.19:00!

Ekki er búið að aflétta áhorfendabanni en Stjörnumenn ætla að sýna leikinn í gegnum Spiideo Play kerfið. Skv. frétt á Fótbolti.net mun Jón Alfreð lýsa leiknum og fá í heimsókn til sín fyrrum leikmann Breiðabliks og Garðabæjarliðsins, Arnar Már Björgvinsson. Útsendingin mun hefjast 20 mínútum fyrir leik og munu þeir félagar rýna í byrjunarliðin, stöðuna hjá liðunum og fleira.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

image

Til baka