BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Úrslit á Breiðablik Open 2022

02.09.2022 image

17. golfmót knattspyrnudeildar, Breiðablik Open, fór fram á Selsvelli við Flúðir föstudaginn 12. ágúst s.l.

Uppselt var í mótið eins og undanfarin ár og var ræst út á öllum teigum.

Stórglæsilegir flatarfánar sem Málning færði okkur að gjöf prýddu flatirnar og blöktu letilega á meðan á mótinu stóð enda lék veðrið lék við mótsgesti eins og oftast áður.

image

Stórglæsilegir flatarfánar sem Málning færði okkur að gjöf.

Það var eins og við manninn mælt að skömmu áður en keppendur fóru að tínast á staðinn stytti upp eftir mikla úrkomu og sú gula fór að skína, kylfingum til ómældrar ánægju. Ekki skemmdi lognið sem fylgdi. Völlurinn í toppstandi.

Verðlaunafhending fór að venju fram á meðan gestir snæddu ljúffengar flatbökur að hætti hússins.

image

Mótsstjórn þakkar þátttakendum fyrir frábæran dag og staðarhöldurum að Efra Seli fyrir góðar móttökur.

Úrslit voru sem hér segir:

Punktakeppni kvenna:

1.sæti    Elín Jóhannesdóttir
2.sæti    Kristín Anna Arnþórsdóttir
3.sæti    Kristín Jónsdóttir

Punktakeppni karla:

1.sæti    Júlíus Hafsteinsson
2.sæti    Jóhann Benediktsson
3.sæti    Guðmundur Þóroddsson

Höggleikur kvenna:

1.sæti    Ingibjörg Hinriksdóttir
2.sæti    Björg Jónsdóttir
3.sæti    Kristjana Kristjánsdóttir

Höggleikur karla:

1.sæti    Helgi Ingason
2.sæti    Pétur Andrésson
3.sæti    Hlynur Snær Stefánson

Lengstu teighögg á 18. Braut:

Hólmfríður Hilmarsdóttir
Ágúst Orrason

Nándarverðlaun par 3 holum :

 2.  Jón Magnússon 3,92 m
 5.  Stefán Ingi Guðmundsson 1,66 m
 9.  Pétur Andrésson 1,95 m
11. Bergur Dan Gunnarsson 2,18 m
14. Grétar Skúlason 5,84 m

Eftirtaldir aðilar veittu ómetanlegan stuðning við framkvæmd mótsins og eru þeim færðar bestu þakkir.

 • ÁG
 • Málning h.f
 • Icelandair
 • OLÍS
 • BYKO
 • ERREA
 • Aðalstjórn Breiðabliks
 • Knattspyrnudeild Breiðabliks
 • Samhentir
 • GKG
 • Kaffi Sel
 • Vörður
 • Tengi
 • Ölgerðin
 • Bananar
 • H Verslun (Nike)
 • Þórður Davíðsson

Myndir frá mótinu má skoða hér

Áfram Breiðablik !

OWK

Til baka