BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Úrslit á Breiðablik Open 2021

07.09.2021 image

16. golfmót knattspyrnudeildar, Breiðablik Open, fór fram á Selsvelli við Flúðir föstudaginn 2. ágúst s.l. Þrátt fyrir sóttkví hjá nokkrum fastagestum voru rúmlega 70 kylfingar mættir til leiks.

Veðurguðirnir voru samir við mig og léku á alls oddi með brakandi síðsumarblíðu, eins og lofað var. Ullarföt og regnhlífar óbrúkuð.

Meðfram verðlaunafhendingu settist fólk að snæðingi og var atgangurinn sýnu minni en stundum áður, enda sóttvarnir í hávegum hafðar, með tilheyrandi fjarlægðartakmörkunum og grímuskyldu við hið landsfræga pizzuhlaðborð gestgjafanna.

Var enda góður rómur gerður að veitingum sem endranær. 

Verðlaunafhendingin var einsog stundum áður langskemmtilegust fyrir þá sem unnu eitthvað en margir hinna fengu þó smá sárabót þegar dregið var um vinninga úr skorkortum viðstaddra. Var þar margt góðra gripa og gnótt silfurs.

Úrslit voru sem hér segir:

Punktakeppni kvenna:

1.sæti    Sigrún Einarsdóttir
2.sæti    Edda Valsdóttir
3.sæti    Kristín Jónsdóttir

Punktakeppni karla:

1.sæti    Heiðar Bergmann Heiðarsson
2.sæti    Kristján Jónatansson
3.sæti    Pétur Ómar Ágústsson

Höggleikur kvenna:

1.sæti    Málfríður Anna Gunnlaugsdóttir
2.sæti    Ingibjörg Hinriksdóttir
3.sæti    Elín Jóhannesdóttir

Höggleikur karla:

1.sæti    Ari Ásgeir Guðjónsson
2.sæti    Halldór Freyr Sveinsson
3.sæti    Daði Laxdal Gautason

Lengstu teighögg á 18. Braut:

Elín Jóhannesdóttir
Hafþór Haukur Steinþórsson

Nándarverðlaun par 3 holum:

 2.  Jón Júlíusson 1,48 m
 5.  Hilmar Trausti Arnarsson 2,15 m
 9.  Halldór Sveinn Kristinsson 1,98 m
11. Örn Jónsson 1,03 m  

Þess má geta ,,til gamans” að enginn hitti flötina á 14. braut, annað mótið í röð, og verður það að teljast nokkur áfellisdómur yfir keppendum. 

Mótsstjórn þakkar þátttakendum fyrir komuna og frábærlega gott stuð og staðarhöldurum að Efra Seli fyrir góðar móttökur.

Eftirtaldir aðilar veittu ómetanlegan stuðning við framkvæmd mótsins og eru þeim einnig færðar bestu þakkir:

 • ÁG
 • Málning h.f
 • Icelandair
 • OLÍS
 • BYKO
 • ERREA
 • PLT- leikandi lausnir
 • Aðalstjórn Breiðabliks
 • Samhentir
 • GKG
 • Kaffi Sel
 • Sportvörur Dalvegi
 • Vörður
 • Tengi
 • Ölgerðin
 • Nói Siríus
 • Bananar
 • H Verslun (Nike)

Áfram Breiðablik !
OWK

Myndir frá mótinu má skoða hér:

image

Til baka