BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Breiðablik 70 ára

27.02.2020 image

Stiklað á stóru í sögu upphafsára meistaraflokka Breiðabliks í knattspyrnu í tilefni 70 ára afmælis félagsins 12. febrúar 2020.

Í þessum pistli er stiklað á stóru í upphafsögu meistaraflokka Breiðabliks í knattspyrnu. Raktar eru helstu vörður í sögunni allt til ársins 1975. Síðar verður saga deildarinnar rakin allt til ársins 2020.

- Ungmennafélagið Breiðablik, UBK, var stofnað 12. febrúar 1950 á fundi í  Kópavogsskóla.

- Knattspyrnudeildin var stofnuð 1957.

- Breiðablik sendi fyrst lið til keppni í mfl karla í 2. deild árið 1957.

- Liðið var þáttakandi í UMSK móti 1957-1964 og vetarmóti KRH árið 1969.

- Breiðablik hefur tekið þátt í Bikarkeppni KSÍ óslitið frá upphafi keppninnar árið 1960.

- Blikar hófu þáttöku í Litlu bikarkeppninni árið 1965.

- Meistaraflokkur karla í knattspyrnu sigraði í 2. deild árið 1970 og komst upp í efstu deild.

- Um 1968 var tekin upp skipuleg þjálfun í kvennaknattspyrnu á vegum deildarinnar.  Þjálfari var Guðmundur Þórðarson.  Stúlkurnar tóku skjótum framförum  og urðu Íslandsmeistarar í efstu deild árið 1977. Fyrsti kvennalandsleikurinn í knattspyrnu er merkilegur fyrir Breiðablik þar sem félagið átti 8 leikmenn í liðinu. Leikið var við Skota og fór leikurinn fram í Skotlandi  20. sept. 1981. 

image

1972 Kvennalið Breiðabliks á fyrsta Íslandsmóti utanhúss. Aftari röð f.v.: Dóra Vilhelmsdóttir, Anna María Þórðardóttir, Rósa Á. Valdimarsdóttir fyrirliði, Þorbjörg Erlendsdóttir, Annar S. Ragnarsdóttir, Sigurbjörg Kristinsdóttir, Ingibjörg H. Halldórsdóttir og Ægir Guðmundsson þjálfari. Fremri röð f.v.: Margrét Þorsteinsdóttir, Guðlaug Þráinsdóttir, Matthildur Kristinsdóttir, Anna M. Ingófsdóttir, Bryndís Einarsdóttir og Guðný Pétursdóttir.

Upphafsár knattspyrnunnar hjá Breiðabliki.

image

Nokkrir sérvaldir punktar úr grein um upphaf knattspyrnunnar hjá Breiðabliki sem okkar maður Valdimar Fr. Valdimarsson skrifaði, en Valdimar á að baki 157 leiki / 13 mörk með Breiðabliksliðinu á árunum 1976 til 1983.

"Á mínu æskuheimili kom ekki annað til greina en að ganga í Breiðablik þegar kom að hefja iðkun íþrótta. Þetta var upp miðjum sjötta áratug síðustu aldar og mér fannst lengi vel að saga félagsins hafi hafist með komu minni. Lítið vissi maður um þá merkilegu sögu sem félagar í Breiðablik höfðu skapað og voru að skapa á fyrstu árum mínum í félaginu alveg án þess að ég kæmi þar nærri. Ég ætla að reyna að segja þá sögu frá stofnun félagsins og fram til 1980."

Félagið fékk árið 1953 úthlutað svæði á horni Kópvogsbrautar og Urðarbrautar. Svæðið er þekkt sem Vallargerðisvöllur og hefur frá upphafi verið malarvöllur. Völlurinn var tekinn formlega í notkun árið 1954 og hófu félagar í Breiðabliki með aðstoð bæjarins að byggja baðhús.

Fram til ársins 1957 starfaði félagi sem einn deild en þá var tekin upp deildaskipting, stofnaðar voru fjórar deildir, knattspyrnudeild, handknattleiksdeild, frjálsíþróttadeild og skák- og bridgedeild.

"Um langt skeið hefur Vallargerðisvöllur staðið að mestu ónotaður í kjölfarið á glæsilegri uppbyggingu íþróttamannvirkja í Kópavogi. Góðu heilli þá slapp hann við að verða fórnarlamb uppbyggingarnar í góðærinu og enda ævi sína sem byggingarlóð, Hann stendur því enn á sínum stað sem minnismerki um glæsta fortíð og sinni skólabörnum Kársnesskóla sem nú er í endurbyggingu, Hann er líka til merkis um það frumkvöðlastarf sem íbúar Kópavogs lögðu á sig við uppbyggingu vallarins, Þessi íbúar börðust fyrir þvi að fá svæði til íþróttaleikja og lagði á sig ótrúlegustu hluti og mikla vinnu til þess að svo mætti verða... þetta myndband er þeirra saga.

Heisi Heison"

Með tilkomu Vallargerðisvallarins jókst áhuginn á knattspyrnu og fyrstu kappleikirnir við önnur félög voru háðir á árinu 1955 og ráðinn fyrsti þjálfarinn. 

Fyrsti leikurinn Í 2. deild var gegn Þrótti föstudaginn 7. júní 1957 á Melavellinum. Liðið var talið eiga möguleika þar sem nokkrir kunnir kappar úr Reykjavíkurfélögunum léku með liðinu. Leikurinn fór 1-0 fyrir Þrótti. 

07.06 18:00
1957
Breiðablik
Þróttur
0:1
5
5
B-deild | riðill
Melavöllur | #

Árin 1958 og 1959 var einungis þriðji flokkur var sendur til keppni á Íslandsmóti og stóðu drengirnir sig  prýðilega unnu KR og gerðu jafntefli við Val. Áhuginn var mikill því þegar unglinganefnd KSÍ hélt kynningarfund um knattþrautir í félagsheimili Kópavogs 2. nóvember 1959 mættu um 90 drengir.  Eftir fundinn kom fram hjá formanni Breiðabliks að aðstaðan væri ekki góð en verið væri að reyna að fá að vera á flötum skammt frá malargryfjunum í Fífuhvammi, þar sem Smárahvammsvöllur er. Einnig að ákveðið væri að framtíðarleikvöllur bæjarins yrði sunnan Hvammslækjar og austan Hafnarfjarðarvegar.  Af þessu má draga þá ályktun að fólkið sem stýrði Breiðablik og stjórnmálamenn í hinum unga bæ hafi snemma farið að huga að því að hafa íþróttasvæði þar sem höfuðstöðvar Breiðabliks eru núna.

image

Mynd af Blikasvæðinu tekin 2017.

Uppgangur knattspyrnunnar

Knattspyrnan í Kópavogi efldist með bættri vallaraðstöðu. Á árunum 1963-1964 var ráðist í það að hækka Vallargerðisvöllinn og leggja nýtt leirkennt malarlag.

Völlurinn var tekinn í notkun 13. júní 1964 með leik Breiðabliks og  FH sem fór 1-1 og gerði Jón Ingi Ragnarsson mark Blika í leiknum. 

13.06 18:00
1964
Breiðablik
FH
1:1
4
6
B-deild | A-riðill
Vallargerðisvöllur | #

Árið 1966 sendi knattspyrnudeildin í fyrsta skipti lið í öllum flokkum til þátttöku í Íslandsmóti. 

Sumarið 1970 voru gerðar endurbætur á Vallargerðisvelli.  Hann var girtur af, breikkaður og gerður að löglegum keppnisvelli.  Áhorfendasvæði var enn of lítið og því lék liðið á Melavellinum í Reykjavík næstu ár. 

Meistaraflokkur karla í knattspyrnu sigraði í 2. deild árið 1970 og komst upp í efstu deild.

Guðmundur Þórðarson var markahæsti leikmaður 2. deildar með 16 mörk og var valinn í landsliðið. 

image

Breiðabliksliðið sem vann 2. deildina 1970.

Meistaraflokkur karla hélt sæti sínu í efstu deild árið 1971.  Þrátt fyrir hrakspár fjölmiðla var liðið aldrei í neðsta sæti yfir sumarið.  Glæstur árangur náðist í bikarkeppni KSÍ en liðið spilaði til úrslita við Víking og fór leikurinn 1-0 fyrir Víking.

09.11 00:48
1971
Víkingur
Breiðablik
1:0
5
4
Bikarkeppni KSÍ | Úrslitaleikur
Melavöllur | #

Enn voru gerðar endurbætur á Vallargerðsvelli veturinn 1972-1973 þegar sett voru flóðljós til að hægt væri að nota völlinn í skammdeginu. Flóðljósin voru vígð 15. mars 1973.

Vallargerðisvöllur var aðalíþróttasvæði bæjarins fram til ársins 1975 er Kópavogsvöllur var tekinn í notkun 7. júní 1975 með leik Breiðabliks - Víkings Ólafsvík í næst efstu deild karla (2. deild).

image

Mynd frá vígsluleik Kópavogsvallar 1975.

Ein stærsta stundin í sögu knattspyrnudeildar var 12. ágúst 1974 þegar 5.,4., og 3. flokkar karla urðu allir Íslandsmeistarar á Melavellinum.

image

Breiðablik - Íslandsmeistarar 3. fl. 1974.

image

Breiðablik - Íslandsmeistarar 4. fl. 1974.

image

Breiðablik - Íslandsmeistarar í 5. fl. 1974.

image

Mátaði heimsmeistara í skák og markverðirnir verða ósjaldan mát

Í viðtali við Guðmund Þórðarson sem birtist í Tímanum sunnudaginn 26. ágúst 1973 undir fyrirsögninni „Mátaði heimsmeistara í skák og markverðirnir verða ósjaldan mát“ rifjar Alfreð Þorsteinsson blaðamaður upp erfiða baráttu Blikamanna við að komast upp úr 2. deildinni á arunum 1965-70.

Ár tára og vonbrigða

Já, víst var hún erfið gangan upp í 1. deild, vonbrigðin of mikil og stundum féllu tár. En þeir, sem fylgdust með Breiðabliks-liðinu á árunum 1965-70, gátu ekki annað en dáðst að þrautsegu og dugnaði Blikanna. Öll þessi ár voru þeir meðal efstu liða í 2. deildar. Til að mynda 1966, er þeir léku úrslitaleik gegn Fram á Laugardalsvellinum, en töpuðu með þriggja marka mun. Síðar barátta við Vestmannaeyjinga. Og 1969 stóðu þeir ekki aðeins einu sinni, heldur tvisvar, á þröskuldi 1. deildar. Þeir léku úrslitaleik gegn Víkingi og höfðu tryggt sér tveggja marka forskot í hálfleik. Var allt útlit fyrir, að Breiðablik myndi nú loks hreppa það sæti, sem liðið hafði svo lengi keppt að. En síðari hálfleikurinn, og ekki sízt framlenging leiksins, varð martröð fyrir Blikana. Víkingur skoraði fljótlega í síðari hálfleiknum og tókst að jafna, þegar mokkrar mínútur voru til leiksloka. Var leikuinn framlengdur, og átti Breiðablik mun meira í leiknum. En hamingjusísirnar voru þeim ekki hliðhollar. Á síðustu mínútu var dæmd vítaspyrna á Breiðablik. Dómarinn sýndist sem Logi markvörður Kristjánsson gripi um fætur Gunnars Gunnarssonar í Víkingi. Flautan gall við, dómarinn benti á vítapunkt. Víkingar framkvæmdu spyrnuna, og nú virtust hamingjudísirnar hliðhollar Breiðabliki, því knötturinn small í þverslá og hafnaði í fangi Loga markvarðar, sem ekki var seinn á sér og spyrnti knettinum frá marki. En Adam var ekki lengi í Paradís. Línuvörðurinn veifaði fána sínum og gaf til kynna, að knötturinn hefði farið inn fyrirlínu. Dómarinn samsinnti – staðan 3:2 – og leiktíminn útrunninn.

Síðar um sumarið fékk Breiðablik annað tækifæri til að öðlast sæti í 1. deild. Fjölgað var í 1. deild og heyja varð aukaleik um nýja sætið. Var ákveðið, að lið númer 2 í 2. deild, Breiðablik, léki gegn því liði, sem varð í neðsta sæti í 1. deild. Akureyri. Fyrri leik liðanna lauk með jafntefli en síðari leikinn unnu Akureyringar. Þar með var 1. deildar draumurinn búinn – í bili.

image

Vallargerðisvöllur 1970. Á mynd Guðmundur Þórðarson, Ríkharð Örn Jónsson og Einar Þórhallsson í undirbúningi hornspyrnu.

Með fljúgandi byr inn í 1. deild

En öll él birtir upp um síðir. Árið 1970 var Breiðabliksár. Nú var 2. Deildinni ekki skipt niður í tvo riðla eins og verið hafði heldur var keppt í einum riðli.

Enginn vafi lék á því að Breiðablik var langsterkasta lið 2. deildar þetta ár. Sigur liðsins var aldrei í hættu. Og Guðmundur Þórðarson var sannarlega í essinu sínu þetta árið. Í næstum öllum leikjum liðsins skoraði hann mörk, og þegar upp var staðið, var hann markhæsti maður 2. deildar, hafði skorað samtals 16. mörk.

Litla bikarkeppnin

Ekki er hægt að fjalla um upphafsár meistarflokks karla í knattspyrnu án þessa fjalla aðeins um Litlu bikarkeppnina (Litla bikarinn).

Litla bikarkeppnin hófst árið 1961. Aðal hvatamaður að stofnun Litlu bikarkeppninnar var Albert Guðmundsson. Mótið var hugsað sem æfingamót fyrir utanbæjarliðin vegna Íslandsmóta. Leikin var tvöföld umferð með einhverjum undantekningum. Fyrstu fjögur árin 1961-1964 voru þetta 4 lið: Keflavík, Akranes og KRH/ÍBH (Knattspyrnuráð Hafnarfjarðar/Íþróttabandalag Hafnarfjarðar). Breiðablik bætist í hópinn árið 1965. Þannig er svo fyrirkomulag keppninnar næstu 10 árin. Árið 1976 verða liðin 5 þegar í FH og Haukar mæta til leiks sem sitt hvort liðið, en ekki undir merkjum KRH/ÍBH. Þetta 5-liða fyrirkomulagið varði næstu 12 árin. Þegar Selfyssingar, Stjörnumenn og Víðismenn bætast við árið 1987 eru liðin orðin 8. Tekin er upp einföld umferð og riðlaskipting. Árið 1993 eru þáttökulið orðin 12 þegar Grindavík, ÍBV, HK og Grótta bætast við. Undir lok 34 ára sögu Litla bikarsins (Litlu bikarkeppninnar) árið 1995 voru þáttökuliðn orðin 16: Afturelding, Breiðablik, FH, Grindavík, Grótta, Haukar, HK, ÍA, ÍBK, ÍBV, Reynir, Selfoss, Skallagrímur, Stjarnan, Víðir og Ægir.  Síðasta árið (1995) var leikið í 4 riðlum frá 20.apríl til 1.maí. 8-liða úrslit fór fram dagna 4. og 5. maí. Undanúrslit 9. maí. Úrslitaleikurinn 13. maí 1995.

70 ára afmælishátíðin var haldin 16. febrúar 2020

image

70 ára afmælishátíðin var haldin í Smáranum sunnudaginn 16. febrúar 2020

“Ferðin að upphafinu” 

Félagsmenn byrjuðu afmælishátíðina með sögugöngu á vegum Sögufélags Kópavogs um slóðir Breiðabliks undir leiðsögn Frímanns Inga Helgasonar. Rölt var var að Vallargerðisvellinum og til baka, með mörgum skemmtilegum viðkomum á leiðinni.

Blikar TV var með í för og fylgdist með því sem fram fór.

Að göngunni lokinni var skemmtidagskrá og kaffiveitingar í Smáranum/Fífunni þar sem boðið var upp á græna afmælisköku! þar tók Blikar TV þetta fína viðtal við þá Helga (Basla) Helgason og Ólaf Björnsson en báðir eiga farsælan knattspyrnuferil að baki með Breiðabliki.

Til baka