BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Ungir skrifa undir hjá Breiðabliki

08.02.2022 image

Undanfarnar vikur hefur knattspyrnudeildin verið að kynna samninga undirskriftir við þessa ungu og efnilega leikmenn - framtíðina okkar:

Ágúst Orri Þorsteinsson hefur skrifað undir samning við Knattspyrnudeild Breiðablik.

Ágúst Orri er fæddur árið 2005. Hann er marksækinn sóknarsinnaður leikmaður sem les leikinn vel. Ágúst lék sinn fyrsta efstu deildar leik fyrir meistaraflokk Breiðabliks gegn Stjörnunni síðastliðið sumar. Hann hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands og hefur leikið 8 unglingalandsleiki fyrir Íslands hönd.

Við óskum Ágústi til hamingju með samninginn og hlökkum til að fylgjast með þessum efnilega leikmanni halda áfram að þróa sinn leik.

image

Ágúst Orri Þorsteinsson / Mynd: Breiðablik

Lúkas Magni Magnason hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Lúkas Magni er fæddur árið 2005. Hann er afar fljótur hafsent sem er sterkur í návígum og góður að hefja sóknir. Lúkas Magni hefur þegar spilað tvo unglingalandsleiki.

Við óskum Lúkasi Magna til hamingju með samninginn. Það verður spennandi að fylgjast með þessum efnilega leikmanni í framtíðinni.

image

Lúkas Magni Magnason / Mynd: Breiðablik

Ásgeir Helgi Orrason hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Breiðablik.

Ásgeir Helgi er fæddur árið 2005. Hann er fjölhæfur leikmaður sem er jafnvígur á hafsent og miðju. Mjög rólegur á boltanum og les leikinn vel. Ásgeir hefur reglulega verið valinn í yngri landslið Íslands og hefur spilaði 3 unglingalandsleiki fyrir Íslands hönd

Við óskum Ásgeiri til hamingju með samninginn, það verður spennandi að fylgjast með þessum efnilega leikmanni í framtíðinni.

image

Ásgeir Helgi Orrason / Mynd: Breiðablik

Tumi Fannar Gunnarsson hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Tumi Fannar er fæddur árið 2005. Hann er sóknarsinnaður leikmaður sem er sérstaklega góður að snúa fram með boltann og finna lykilsendingar. Tumi hefur reglulega verið valinn í yngri landslið Íslands og á að baki þrjá unglingalandsleiki.

Við óskum Tuma til hamingju með samninginn. Við hlökkum til þess að fylgjast með þessum efnilega leikmanni halda áfram að þróa sinn leik.

image

Tumi Fannar Gunnarsson / Mynd: Breiðablik

Dagur Örn Fjelsted hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Dagur Örn er fæddur árið 2005. Hann er áræðinn kantmaður með góðan spyrnufót og hefur skorað ófá mörkin úr aukaspyrnum. Dagur var valinn í æfingahóp fyrir U16 ára landslið Íslands í sumar.

Við óskum Degi til hamingju með samninginn og hlökkum til að fylgjast með þessum efnilega leikmanni í framtíðinni.

image

Dagur Örn Fjelsted / Mynd: Breiðablik

Ásgeir Galdur Guðmundsson hefur skrifað undir samning við Knattspyrnudeild Breiðabliks.

Hann varð í sumar yngsti leikmaður Breiðabliks frá upphafi til að spila leik í efstu deild karla, 15 ára og 137 daga gamall, þegar hann kom inná gegn Fylki. Nánar hér.

Galdur er sóknarmaður sem nýtur sín sérstaklega í stöðunni 1 á móti 1 og skorar mörk í öllum regnbogans litum. Á síðasta ári lék hann 4 unglingalandsleiki fyrir Íslands hönd með U17 þar sem hann var að spila einu ári uppfyrir sig.

Við óskum Galdri til hamingju með samninginn. Það verður spennandi að fylgjast með þessum efnilega leikmanni halda áfram að þróa sinn leik.

image

Ásgeir Galdur Guðmundsson / Mynd: Breiðablik

Arnar Daníel Aðalsteinsson hefur skrifað undir samning við Knattspyrnudeild Breiðabliks.

Arnar Daníel sem er 18 ára er fæddur í mars 2004. Hann er sterkur og vel spilandi hafsent. Arnar Daníel fékk sína fyrstu meistaraflokksreynslu síðastliðið sumar þar sem hann lék sjö leiki með Augnablik í 3.deild karla. Á núverandi undirbúningstímabili hefur Arnar Daníel æft mikið með meistraraflokki og þegar leikið 5 leiki með meistaraflokki það sem af er. Arnar Daníel hefur verið í úrtaksæfingahópum U19 í vetur.

Við óskum Arnari Daníel til hamingju með samninginn og hlökkum til að fylgjast með þessum efnilega leikmanni halda áfram að þróa sinn leik

image

Arnar Daníel Aðalsteinsson / Mynd: Breiðablik

Viktor Andri Pétursson hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Viktor Andri er 17 ára miðjumaður, fæddur í júlí 2004. Hann er útsjónarsamur miðjumaður með mikla hlaupagetu. Viktor Andri lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki í Bose mótinu í nóvember og hefur verið reglulegur partur af æfingahóp meistaraflokks í vetur.

Við óskum Viktori Andra til hamingju með samninginn. Það verður spennandi að fylgjast með þessum efnilega leikmanni í framtíðinni

image

Viktor Andri Pétursson / Mynd: Breiðablik

Til baka