BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Tveir Þórsarar á leið í Breiðablik?

01.12.2011

Knattspyrnudeild Þórs hefur samþykkt tilboð Breiðabliks í þá Atla Sigurjónsson og Gísla Pál Helgason.

Báðir leikmennirnir voru í lykilhlutverki Akureyrarliðsins síðastliðið sumar.

Gísli Páll er harðskeyttur bakvörður og Atli miðjumaður. Báðir voru í U-21 ára landsliðshóp Íslands síðastaliðið sumar. 

Samningaviðræður standa nú yfir við leikmenn um kaup og kjör og ættu þau mál að skýrast á næstu dögum.

Áfram Breiðablik!

Til baka