BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Tveir efnilegir leikmenn skrifa undir 3 ára samning við Blika.

06.02.2012

Stefán Þór Pálsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Breiðablik. Stefán Þór á að baki sautján leiki með meistaraflokki ÍR í fyrstu deildinni og í Valitor- bikarkeppninni. Stefán hefur spilað níu U17 landsleiki og þrjá U19 og skorað þrjú mörk í þeim. Stefán spilaði á móti Stjörnunni s.l. laugardag og það höfðu ekki liðið nema um 10 mínútur af leiknum þegar hann var búinn að skora með föstu skoti sem hrökk af varnarmanni Stjörnunnar og þaðan í netið. Glæsileg byrjun hjá Stefáni.

Hlynur Örn Hlöðversson er efnilegur markmaður sem skrifaði undir þriggja ára samning á laugardaginn. Hlynur kemur frá knattspyrnufélagi Fjallabyggðar sem leikur í 2. deildinni. Þrátt fyrir ungan aldur, en hann er fæddur 1996, þá hefur þessi stóri og stæðilegi markmaður spilað leik með meistaraflokki. Það er mikið gleðiefni fyrir okkur Blika að fá Hlyn Örn til okkar og nú fær hann tækifæri á sérhæfðri markmannsþjálfun sem vonandi á eftir að reynast honum vel.

Áfram Breiðablik!

Til baka