BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Tveir efnilegir lánaðir vestur

05.03.2016

Tveir af efnilegri leikmönnum meistaraflokksins, Ósvald Jarl Traustason og Ernir Bjarnason, hafa verið lánaðar í Vestra á Ísafirði.

Liðið hét áður BÍ/Bolungarvík en Vestri tekur við sæti þess í 2. deildinni í sumar.

Strákarnir hafa þegar spilað einn leik með liðinu í Lengjubikarnum og stóðu sig með sóma eins og við var búist.

Ósvald og Ernir hafa báðir spilað marga unglingalandsliðsleiki fyrir Íslandshönd og fá örugglega góða leikreynslu með Vestra.

Blikar.is sendir þeim báðum baráttukveðjur og vonast til að þeir komi reynslunni ríkari eftir þessa útiveru.

-AP

Til baka