BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Tveir Blikar til Hollands

04.08.2012

Tveir 17 ára piltar sem hafa verið í U17 og U19 ára landsliðum Íslands í knattspyrnu eru í Hollandi þar sem þeir æfa hjá NEC Nijmegen fram í næstu viku.

Blikarnir Adam Örn Arnarson og Stefán Þór Pálsson ásamt Þróttaranum Daða Bergssyni eru staddir í Hollandi þessa dagana þar sem þeir munu spila tvo æfingaleiki með NEC, auk þess að æfa. Frá þessu er greint á facebooksíðu umboðsfyrirtækisins Total Football.

Stefán og Adam hafa báðir verið verið í leikmannahópi Breiðabliks í úrvalsdeildinni í sumar.

Áfram Breiðablik.

Til baka