BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Tveir Blikar fengu eldskírn með A-landsliðinu

16.01.2019

Í gær var stór dagur fyrir Blikana ungu, Davíð Kristján Ólafsson og Willum Þór Willumsson. Þeir spiluðu báðir sinn fyrsta A-landsleik. Andstæðingurinn var lið Eistland og var leikurinn spilaður í í Katar en þar er landsliðið í æfingabúðum.

Davíð Kristján var í byrjunarliðinu og spilaði allan leikinn. Hann stóð sig mjög vel og fékk sérstakt hrós frá Eric Hamrén landsliðsþjálfara. Leikurinn endaði 0:0 og var íslenska liðið óheppið að landa ekki öllum stigunum. Willum spilaði í tæpar tuttugu mínútur og stóð sig einnig vel. Þriðji Blikinn í hópnum, Adam Örn Arnarson, þurfti að bíta í það súra epli að spila ekki að þessu sinni. 

Blikar eru auðvitað mjög stoltir af sínum mönnum og senda þeim árnaðaróskir í tilefni af þessum tímamótum.

-AP
 

Til baka