BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Tumi Fannar framlengir

03.05.2023 image

Breiðablik og Tumi Fannar Gunnarsson hafa framlengt samning sín í milli til 2025.

Tumi sem er fæddur 2005, er leikinn sóknarmaður, sem hefur í vetur æft með meistaraflokki Breiðabliks.

Tumi hefur verið í stöðugri framför s.l. ár og það er von okkar og markmið að færa hann nær meistarflokksfótbolta á næstu misserum. Tumi mun æfa með 2. flokki og meistaraflokki, auk þess að spila leiki með 2. Flokki ásamt völdum leikjum í 3. deildinni með Augnabliki. Tumi er metnaðarfullur og samviskusamur og það verður spennandi að fylgjast með honum taka næstu skref á komandi misserum“, segir Ólafur Kristjánsson yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki.

Vel gert Tumi - áfram Breiðablik!

Til baka