BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Tor Andre farinn heim

25.08.2015

Norski knattspyrnumaðurinn Tor Andre Skimmeland hefur ákveðið að halda aftur austur um haf til síns heimalands.

Hann skipti yfir til Blika í júlí en náði ekki að vinna sér sæti í hóp hjá meistaraflokki Breiðabliks. Hann spilaði þrjá leiki með 2. flokki og stóð sig vel.

Tor Andre er drengur góður og þökkum við honum kærlega fyrir tímann hér sem var styttri en vonir stóðu til í upphafi.

Blikar óska honum alls velfarnaðar í framtíðinni og vonum við að hann nái sér á strik í Noregi.

Til baka