BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Tölfræði og yfirlit 2018 - samantekt

24.11.2018

Eftir erfitt tímabil 2017 mættu Blikar ferskir til leiks 2018. Fyrir tímabilið var Ágúst Gylfason ráðinn þjálfari liðsins og Guðmundur Steinarsson aðstoðarþjálfari. Ólafur Pétursson markmannsþjálfari og Aron Már Björnsson styrktarþjálfari héldu áfram sem og liðsstjórarnir Jón Magnússon og Marinó Önundarson. Sjúkarþjálfarateymið hélst óbreytt. Meira >

Fyrir tímabilið kræktu Blikar í belgíska varnarmanninn Jonathan Hendrickx. Arnór Gauti snéri aftur heim eftir dvöl hjá Eyjamönnum. Guðmundur Böðvar Guðjónsson kom til okkar frá ÍA, og Oliver Sigurjónsson koma á láni frá Bodö/Glimt í Noregi. Meira >

Flestir fjölmiðlar spáðu Breiðabliksliðinu um miðja deild, en annað átti eftir að koma í ljós. Gengi liðsins var á pari við árangursmarkmið þess um eitt af 3 efstu sætunum í Pepsi-deildinni og þar með þáttöku í Evrópukeppni 2019. 

Blikaliðið tryggði sér silfurverðlaun í bæði deild og bikar. Liðið fékk 44 stig sem er sami stigafjöldi og þegar liðið varð Íslandsmeistari árið 2010 en tveim stigum minna en stigamet liðsins frá 2015.  Vörn liðsins fékk á sig lang fæst mörk allra liða í deildinni eða 17 mörk - þar af aðeins 12 mörk í opnum leik því 5 af þessum 17 mörkum voru mörk skoruð úr vítaspyrnum. Liðið hélt hreinu í 11 deildarleikjum af 22. Meira >

Yfirlit fyrri ára: 2017>  2016>  2015>

Leikmenn 2018>  Leikmenn frá upphafi> 

Markasyrpur í boði BlikarTV:  2018>   2017>

Eins og mörg undanfarin keppnistímabil spiluðu margir samningsbundnir yngri leikmenn Blika á lánssamningi með liðum í bæði Inkasso og Pepsi: 

  • Alexander Helgi Sigurðarson spilaði 12 leiki í deild og bikar með Ólafsvíkur Víkingum áður en hann var kallaður heim í júlíglugganum. Hann stimplaði sig strax inn í fyrsta leik þegar hann skoraði sigurmarkið 1-0 sigri á KR í byrjun ágúst. Hann meiddist á æfingu skömmu síðar og missti út nokkrar vikur en náði koma við sögu 2 af 3 síðustu leikjunum sumarsins.
  • Brynjar Óli Bjarnason var lánaður til ÍR í lok janúar. Brynjar lék 15 leiki með Breiðholtsliðinu.
  • Aron Kári Aðalsteinsson spilaði 4 leiki með ÍR þar sem hann var lánsmaður fyrri hluta sumars. Í júlíglugganum flutti Aron Kári sig til Keflavíkur þar sem hann lék 8 leiki í vörninni í erfiðri fallbaráttu liðsins.
  • Davíð Ingvarsson spilaði 11 leiki með Haukum í Hafnarfirði. Davið skilað sér heim í Kópavoginn í júlíglugganum og æfði með Blikum það sem eftir var tímabilsins.
  • Gísli Martin Sigurðsson var lánaður til ÍR í loka janúar. Gísli spilaði 16 leiki með Breiðaholtsliðinu.
  • Guðjón Máni Magnússon var á láni hjá Augnabliki. Guðjón spilaði 17 leiki og skoraði 4 mörk.
  • Gunnar Geir Baldursson var lánaður til Augnabliks þar sem hann spilaði 14 leiki og skorði 2 mörk.
  • Hlynur Örn Hlöðversson fór á lán suður með sjó og spilaði með Njarðvíkingum en færði sig til Fjölnismanna í júlíglugganum.
  • Júlíus Óli Stefánsson var á láni hjá Augnabliki og spilaði þar 11 leiki.
  • Óskar Jónsson fór á lán til ÍR þar sem hann spilaði 12 leiki áður en hann flutti sig til Þróttar R. í júlíglugganum. Óskar lék 8 leiki með Þrótti.
  • Sindri Þór Ingimarsson var á láni hjá Augnabliki þar sem hann spilaði 12 leiki.
  • Skúli E. Kristjánsson Sigurz var á láni hjá Leiknismönnum fyrrihluta sumars en skipti yfir í ÍR seinnihlutann. Skúli átti við meiðsli að stríða mestan hluta sumars. 

Stuðningsmenn höfðu góða ástæðu til að fylgjast með sínum mönnum enda jókst mæting á leiki hjá Blikum mest allara liða í efstu deild karla.  Áforfendur voru flestir í Kópavoginum enda sáu þeir marga skemmtilega leiki. Breiðablik var líka það félag sem tók alla umgjörð hjá sér verulega í  gegn og það virðist hafa hjálpað til sem og augljóslega gott gengi liðsins.

Á Blikar.is var mest lesna umfjöllunin „Kraftaverk á Kópavogsvelli“ sem er umfjöllun um leik Breiðabliks Ólafsvíkur Víkingum í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Nánar>

Mest skoðaða myndbandið er innilegt viðtal við Damir Muminovic. Nánar>

Á Blika twittinu (blikar_is) er „Celebrations í Blikaklefanum eftir leik. Þrír sigrar í röð í eftsu deild“ vinsælast Nánar>

Hér er krækja ítarumfjöllun um alla leiki Breiðabliksliðsins 2018 og margt fleira. Sjón er sögu ríkari. Meira>

Til baka