BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Tölfræði 2013 – Taka 2

13.10.2013

Ólafur H. Kristjánsson hefur stýrt Breiðabliksliðinu í 263 leikjum frá 2006 – oftar en nokkur annar þjálfari. Sigrarnir eru 126, jafnteflin er 56 og 57 töp. Mörkin eru 475 skoruð og liðið hefur fengið á sig 335 mörk.

Ólafur hefur nú þjálfað meistaraflokk Breiðabliks lengur og með betri árangri en nokkur annar þjálfari. Undir hans forystu eru Blikar að fara að leika í efstu deild 9. árið í röð, sem er met. Á þeim 8 árum sem Ólafur hefur stýrt Breiðabliksliðinu er félagið búið að fagna Íslandsmeistartitli (2010) og Bikarmeistaratitli (2009). Til viðbótar þá endaði liðið í 2. sæti árið 2012. Þá á Ólafur að baki á 159 leiki með Breiðabliksliðið í efstu deild; 59 Deildarbikarleiki, 21 leiki í Bikarkeppni KSÍ, 2 leiki í Meistarakeppni KSÍ og 10 Evrópuleiki.

Gunnleifur Vignir Gunnleifsson er eini leikmaður meistarflokks karla sem nær þeim áfanga því að spila allar mínútur í öllum leikjum Breiðabliks í sumar. Næstur í röðinni er Sverri Ingi Ingason en Sverrir missir af einum leiki í seinni umferð Pepsi-deildarinnar vegna leikbanns. Þar á eftir koma þeir Finnur Orri Margeirsson og Andri Rafn Yeoman með 20 leiki hvor af 22 mögulegum í Pepsi-deildinni og Borgunarbikarnum. Í félagaskiptaglugganum kemur Elfar Freyr Helgason til liðsins. Og Arnar Már Björgvinsson og Elvar Páll Sigurðsson koma til baka úr láni. Í lok júlí fara 5 af yngri leikmönnunum á lán til liða í 1.deildinni. Gísli Páll Helgason var meiddur í sumar en náði nokkrum leikjum í lokin. Hins vegar var Rafn Andri Haraldsson frá vegna meiðsla í allt sumar. Og markvörðurinn Arnór Bjarki sat vaktina á bekknum í öllum leikjum sumarsins.

Smellið á nafn leikmanns til að fá nánari upplýsingar.

** PEPSI-deildin, Borgunarbikarinn, UEFA leikir

 

LEIKMAÐUR FJÖLDI LEIKJA ** SPILAÐAR MÍNÚTUR %
Gunnleifur Gunnlaifsson   32 100.0%
Sverrir Ingi Ingason 31 96.9%
Finnur Orri Margeirsson  30 92.2%
Andri Rafn Yeoman 30 83.0%
Kristinn Jónsson  29 93.4%
Guðjón Pétur Lýðsson 29 74.9%
Ellert Hreinsson 29 73.2%
Árni Vilhjálmsson  29 67.7%
Renee Troost    28 82.8%
Nichlas Rohde  27 59.0%
Tómas Óli Garðarsson  26 51.2%
Þórður Steinar Hreiðarsson  25 66.0%
Elfar Árni Aðalsteinsson 23 66.6%
Viggó Kristjánsson     16 21.7%
Olgeir Sigurgeirsson    16 18.8%
Elfar Freyr Helgason  14 12.8%
Jökull I. Elísarbetarson  11 16.8%
Gísli Páll Helgason   11 9.5%
Páll Olgeir Þorsteinsson 5 3.2%
Arnar Már Björgvinsson 4 2.3%
Atli Fannar Jónsso 3 2.7%
Elfar Páll Sigurðsson   2 5.5%
Arnór Bjarki Hafsteinsson   0 0.0%
Rafn Andri Haraldsson 0 0.0%

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og leikmenn Breiðabliks á láni hjá liðum í 1. og 2. deild deildinni spiluðu samtals 6500 mínútur í sumar. Tveir leikmenn, Stefán Þór og Vignir, voru á láni allt keppnistímabilið. Elvar Páll var hjá Tindastóli frá byrjun tímabilsins fram í júlí þegar hann hafði viðkomu í Kópavoginum á leið sinni í  síðustu námsönnina í USA. StopOver Elvars Pálls í Kópavoginum á leiðinni Sauðárkrókur – Kópavogur – Alabama skilaði honum þáttöku í 3 leikjum með Breiðabliki; einum Pepsídeildarleik, einum leik í Borgunarbikarnum og einum Evrópuleik! Þetta hlýtur að vera afrek. Og Sindri Snær fór í lok maí og var því ekki löglegur með Selfyssingum í fyrsta leik. Nokkrir leikmenn fóru á lán í félagaskiptaglugganum í lok júlí.

Leikmaður                                         Félag                Tímabil     Fjöldi leikja          Spilaðar mínútur %.

Elvar Páll Sigurðsson                     Tindastóll            til júl                13                          100%

Sindri Snær Magnússon                 Selfoss               frá maí             21                          99.8%

Stefán Þór Pálsson                        Grindavík             2013               21                          81.7%

Ingiberg Óli Jónsson                       Þróttur                 frá júl              8                           78.6%

Ósvald Jarl Traustason                   Leiknir                  frá júl              8                           57.0%

Páll Olgeir Þorsteinsson                 Víkingur               frá júl               7                          43.8%

Atli Fannar Jónsson                       Tindastóll            frá júl                8                          35.4%

2.deild

Vignir Jóhannesson                         Njarðvík               2013              14                          63.6%

 

Áfram Breiðablik !

Til baka