BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Tokic til Blika

26.01.2017

Króatinn Hrvoje Tokic hefur gengið til liðs við Breiðablik og leikur með liðinu næstu 2 árin. Þessi 27 ára gamli framlínumaður lék undanfarin tvo keppnistímabil með Víkingi frá Ólafsvík. Hann sló í gegn með Ólafsvíkingum í 1. deildinni árið 2015. Hann gekk til liðs við liðið um mitt sumar og skoraði þá hvorki fleiri né færri en 12 mörk í 8 leikjum.

Í fyrra spilaði hann alla leiki Víkingana í Pepsí-deildinni og skoraði 9 mörk.

Hrvoje Tokic er 190 cm á hæð og sterkur senter með gott markanef. Hann á að baki 9 landsleiki með U-19 ára landsliði Króatíu og skoraði 5 mörk í þeim leikjum.

Blikar fagna komu Tokic enda ljóst að hann kemur með nýja vídd inn í léttleikandi Blikaliðið. 

-AP

Til baka