BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Þungavigarmenn á æfingu Blika!

06.06.2017

Blikaliðið hefur fengið ansi mikla styrkingu á æfingum þessa dagana! Landsliðsmenn Íslands hafa streymt til landsins vegna landsleiksins við Króatíu og nokkrir þeirra hafa æft með Blikaliðinu að undanförnu. Þar má til dæmis nefna landsliðsfyrirliðann sjálfan Aron Einar Gunnarsson. En svo eru það auðvitað ,,gömlu" Blikarnir Alfreð Finnbogason, Jóhann Berg Guðmundsson og Sverrir Ingi Ingason.

Á myndinni sjást þessir gríðarlega sterku leikmenn ásamt Gunnleifi Gunnleifssyni markverði og fyrirliða Breiðabliks.

Það þarf vart að taka það fram hve gæðin á æfingum hafa hækkað að undanförnu og tempóið aukist. Vonandi skilar það sér síðan inn á vellinum hjá Blikaliðinu þegar það mætir Skagamönnum upp á Akranesi á mánudaginn.

-AP

Til baka