BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Þrír ungir og efnilegir skrifa undir 3 ára samning

17.10.2013

Þrír ungir leikmenn sem voru að ganga upp úr 2. flokki skrifuðu í gær undir 3 ára samning við Breiðablik.

Þetta eru þeir Gísli Eyjólfsson, Guðmundur Friðriksson og Höskuldur Gunnlaugsson. Þeir voru í lykilhlutverki í bikarmeistaraliði 2. flokksins síðasta sumar og hafa sýnt miklar framfarir undanfarin misseri.  Þeir eru að upplagi miðju- og sóknarmenn en geta spilað nánast allar stöður á vellinum. 

Við fögnum því að ungir og efnilegir leikmenn fái þetta tækifæri með meistaraflokknum. Einnig að þeir ætli sér að berjast um sæti í Blikaliðinu því ljóst er að liðið ætlar sér stóra hluti næsta sumar.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka