BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Þórður Steinar til Blika

30.07.2017

Þórður Steinar Hreiðarsson hefur gengið til liðs við Breiðablik frá og með deginum í dag.  Þórður Steinar (Doddi) er öflugur þrítugur varnarmaður með mikla reynslu sem lék með Breiðablik með góðum árangri 2011 - 2014.  Hann lék þá 64 leiki og skoraði 5 mörk. Hann þekkir því vel til félagsins og hefur leikið með nokkrum af okkar mönnum sem nú skipa hópinn.    

Þórður Steinar kemur til okkar eftir stutta veru hjá systurfélagi okkar Augnablik en er uppalinn hjá Val.  Hann hefur auk þess leikið með Þrótti og Þór Akureyri hérlendis og með liðum í Sviss og Færeyjum.  Doddi á að baki 7 leiki með  yngri landsliðum Íslands. 

Það er mikill fengur að Þórði Steinari með nærveru hans í okkar öfluga hópi sem tekið hefur breytingum undanfarna daga. Blikar bjóða hann hjartanlega velkominn í þá spennandi baráttu sem framundan er.  

Til baka