BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Thomas Mikkelsen kveður Breiðablik

06.08.2021 image

Breiðablik hefur orðið við beiðni Thomas Mikkelsen um að ljúka samningi sínum við félagið, sem hann óskaði eftir af persónulegum ástæðum. Thomas mun halda til síns heima í Danmörku og leikur því sinn síðasta leik fyrir Breiðablik á næstu dögum. Yfirvofandi starfslok báru brátt að og voru unnin í mesta bróðerni milli beggja aðila.

Það er óhætt að segja að Thomas sé einn allra besti framherji sem spilað hefur á Íslandi á undanförnum árum. Thomas gekk til liðs við Breiðablik árið 2018, hann hefur spilað 92 leiki og skorað í þeim 72 mörk. Hann hefur verið frábær liðsmaður fyrir okkur Blika og á stóran þátt í þeim framgangi sem Breiðabliksliðið hefur sýnt á síðustu árum.

Breiðablik kveður því þennan frábæra leikmann og karakter með söknuði á sama tíma og við óskum honum alls hins besta í framtíðinni.

Knattspyrnudeild Breiðabiks

Til baka