BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Thomas framlengir!

01.04.2019

Þau frábæru tíðindi voru að berast að danska dýnamítið Thomas Mikkelsen hefur skrifað undir nýjan 3 ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Núverandi samningur átti að renna út eftir þessa leiktíð þannig að Daninn sér sæng sína útbreidda í Kópavoginum næstu árin.

Daninn kom eins og hvítur stormsveipur inn í Pepsí-deildina í fyrra og skoraði 11 mörk í 13 leikjum fyrir Blikaliðið. Það var ekki síst fyrir hans tilstilli sem Breiðablik náði öðru sæti í deildinni og komst í úrslit í Mjólkurbikarnum.

Thomas hefur einnig skorað töluvert í vetur þannig að Blikar binda miklar vonir við hann á komandi tímabili.

Tusind tak Thomas Mikkelsen!

-AP

Mynd: HVH

Til baka