BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Tap á Extravellinum í Grafarvogi

08.05.2017

Blikar heimsóttu Fjölnismenn i 2.umferð Pepsideildar karla sumarið 2017. Blikar fengu skell í fyrsta leik og Fjölnismenn með 1 stig eftir jafntefli í Eyjum. Í ljósi þess hvernig fór í fyrstu umferð á þessari leiktíð og þeirri síðustu árið 2016 hefði maður nú haldið að frasinn “að mæta til leiks eins og grenjandi ljón” myndi eiga við. Sú var nú aldeilis ekki rauninn.

Byrjunarlið Breiðabliks í dag var örlítið breytt frá fyrsta leik. Höskuldur kom inn fyrir Aron og Viktor Örn inn fyrir Oliver (sem var á meiðslalista).

Liðið annars þannig: Gunnleifur - Gummi Friðriks - Viktor Örn - Damir - Davíð Kristján(’89) - Andri Rafn- Gísli Eyjólfs (’77) - Höskuldur - Arnþór Ari(’57) - Martin Lund - Tokic.

Bekkurinn: Elías Rafn (M) - Willum Þór (‘77) - Kolbeinn - Sindri Þór - Aron Bjarna (’57) - Sólon Breki (’89) - Ernir Bjarna.

Leikurinn var örlítið skárri en gegn KA mönnum að þvi leyti að það var kominn barátta í liðið og varnarleikurinn var mjög góður löngum köflum.

Það var lífsmark með nokkrum leikmönnum. Guðmundur Friðriksson stóð sig afar vel í varnarleiknum gegn hinum spræka Birni Snæ og var með hann í vasanum nánast allan leikinn en lítið sem ekkert kom úr bakvörðum okkar Blika sóknarlega séð. Það er áhyggjuefni að þær stöður sem hafa í gegnum árin veitt okkur mikinn sóknarþunga skuli ekki skila neinu í sóknarleik okkar. Ekki vantar upp á hraða og áræðni leikmannanna sem spila stöðurnar heldur er eitthvað allt annað á teningnum. Hins vegar átti Davið Kristján átti nokkra mjög góða krossa í fyrrir hálfleik en betur má ef duga skal. 

Gísli Eyjólfsson var gagnrýndur fyrir frammistöðuna í síðasta leik þar sem hann lék í miðverði. Hann var færður aftur inn á miðjuna í dag og var virkilega sprækur. Martin Lund og Höskuldur reyndu og djöfluðust en það var bara engin tenging milli miðju og sóknar í þessum leik og gekk ekkert að koma Hrvoje Tokic í spilið.

Fjölnismenn voru í raun ekki að skapa sér nokkurn skapaðan hlut en það voru Blikar ekki að gera heldur og þar er stóra vandamálið okkar. Það var hreinlega ekkert að gerast í sóknarleik okkar!!!

Liðið skapaði sér nokkur hálffæri, sendingar of hægar og fyrirsjáanlegar.

Það var svo einhver ævintýraleg lukka með í liði með Fjölni sem skoruðu skrautlegt sigurmark í meira lagi. Igor Jugovic skaut boltanum, sem virtist stefna langt frá marki, í bakið á Hans Viktori varnarmanni Fjölnis og þaðan fór boltinn í sveig framhjá Gunnleifi í markinu. Gunnleifur gat ekkert gert við markinu.

Eftir að Fjölnismenn komust yfir hefði maður frekar gert ráð fyrir ágangi Blika. Það var þó eiginlega ekki raunin því Fjölnismenn voru heldur líklegri til að bæta við en við að jafna. Fram að markinu höfðu Breiðabliksmenn þó verið sterkari aðilinn.

Jafntefli hefði líkast til verið sanngjörn úrslit í þessum leik en lukkan ekki með okkur í dag.

Einhver sagði að maður skapi sér eigin lukku.

Nú þurfum við að hefjast handa og skapa helling af henni.

Það ætti nú ekki að vera mikið vandamál að berja í mannskapinn baráttuþrek fyrir næsta leik.

Andstæðingurinn Stjarnan á Kópavogsvelli, sunnudaginn 15 maí.

- GMS

Aðrar umfjallanir.

Fótbolti.net - myndaveisla

Til baka