BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Sykursætt í Garðabænum!

26.08.2015
strákarnir sem unnu í sjoppunnu vissu allir að það var mikið undir þetta kvöld. Það var eitthvað við stemmninguna sem minnti undirritaðan á leik sem fór fram á þessum velli þann 25.september 2010.
 
Byrjunarlið Blika var óbreytt eftir baraáttusigur á móti Skagamönnum í umferðinni á undan þar sem að besti framherji Pepsideildarinnar Jonathan Glenn skoraði þrennu. Stuðningsmennirnir voru álíka sannfærðir og Glenn um að það kæmi annað mark frá honum þetta kvöld í Garðabænum.
 
Vilhjálmur Alvar dómari flautaði leikinn í gang og leikurinn var rétt byrjaður þegar að dómarinn var farinn að hóta Oliver gulu spjaldi og ég sem hélt að það hefði verið nóg um hótanir fyrir þennan leik. Hvorugt liðið náði að halda bolta vel og það var á tímabili eins og að hann væri logandi heitur því að liðin kepptust við að missa hann.
 
Skiljanlegt að einhverju leyti en spennan var mikil og það vissu allir að þetta var enginn venjulegur leikur. Blikastelpurnar voru búnar að nudda salti í sár Stjörnunnar á föstudaginn og Stjörnustrákarnir ætluðu svo sannarlega koma í veg fyrir að Blikastrákarnir fengju að gera það sama.
 
Eftir rúmar 10 mínútur komst Arnþór Ari einn í gegn vinstra megin í teignum, Glenn var með honum í en Arnþór ákvað að skjóta og boltinn endaði í horni.Blikar héldu áfram að vera í smá vandræðum og náðu ekki upp sínu spili, eftir rúmar 20.mínútur fékk Oliver svo gult spjald eftir uppsöfnuð brot að mati umdeilds dómara leiksins. 
 
Fyrri hálfleikur byrjaði og liðin skiptust á að negla háum boltum fram og til baka, það var svo  á markamínútunni margfrægu að Blikar skutust upp vinstri kantinn.Kristinn Jónsson hætti þá við að gefa fyrir og kom boltanum út á Guðjón Pétur sem leit upp og spyrnti knettinum hárnákvæmt á Ellert Hreinsson sem stökk mann hæst og lagði boltann á þrennu Glenn sem skoraði í sitt 6 mark í 5 leikjum fyrir Blika. 
 
Það voru það mikil átök að horfa á þennan leik að við félagarnir nýttum pásuna vel í hálfleik og drógum djúpt andann og einbeittum okkur að seinni hálfleik. Það var nóg eftir og allt gat gerst.
 
Það voru búnar 2 eða 3 mínútur þegar að Glenn fékk frábæra sendingu frá Elfari Frey, hann tók boltann á kassann og sótti marki.Gunnar markmaður Stjörnumanna kom á móti honum, Glenn fór niður en ekkert var dæmt. Boltinn barst á Ellert sem hafði lítinn tíma, 3 Stjörnumenn stóðu á línunni tilbúnir að fórna sér. Skotið hjá Ellerti kom en endaði í varnarmanni. Næst fór boltinn á Höskuld sem lagði hann á Kristinn Jónsson, hann skaut líka en boltinn fór rétt framhjá stönginni.
 
Ef að ég á að vera alveg hreinskilinn þá man ég eiginlega ekkert eftir seinni hálfleiknum, við sátum þarna saman nokkrir félagarnir og höfum held ég aldrei tuðað jafn mikið yfir hinum minnstu smátriðum. Við vorum yfirspenntir eins og flestir sem voru á vellinum, bölvuðum dómaranum í sand og ösku en eftir að horft á leikinn í sjónvarpi þá vorum við kannski ósanngjarnir í hans garð í einhverjum tilfellum.
 
Blikar hefðu átt að vera búnir að klára þetta, fyrst í byrjun seinni hálfleiks og svo þegar að Andri Yeoman gabbaði vörn Stjörnunnar en setti boltann rétt framhjá marki. Fyrir vikið var spenna fram á síðustu mínútu, Blikar gerðu nokkrar breytingar á liði sínu. Elfar Freyr fór meiddur af velli og inn kom Kári Ársælsson sem á góðar minningar frá þessum velli. Það sást á öllu hans fasi og önnur innkoma hjá Kára í sumar þar sem að hann stendur sig gríðarlega vel. Fyrst á móti KR og núna á móti Stjörnunni.
 
Á loka andartökunum var pressan frá Stjörnunni orðinn óbærileg, það var svo á síðustu sekúndunniað boltinn barst inn í teiginn. Veigar Páll stökk upp í loftið og skallaði neðst í markhornið, tíminn stoppaði og það varð algjör þögn hjá Stuðningsmönnum Blika á meðan að allt trylltist af fögnuði Stjörnumegin.
 
En síðan birti til, það var eitthvað klafs í gangi og mér leið eins og ég hefði fengið boltann fast í andlitið. Talað mál var óskýrt og ég sá ekki skýrt, en svo var rifið í ölxlina á mér „þetta var ekki mark“! Vilhjálmur Alvar dómari hafði dæmt á Veigar Pál og markið stóð ekki. Eftir að hafa skoðað þetta atvik aftur þá má alveg þakka Kára fyrir sín vinnubrögð en það var nokkuð ljóst að Veigar gerði sig stærri en hann er en ég hefði nú haldið að hann hefði bara getað notað kassann til að ýta við mönnum.
 
Nokkrum sekúndum síðar var flautað til leiksloka og endaði þessi leikur nákvæmlega eins og hjá stelpunum á föstudeginum, 0-1. Gríðarlega mikilvægur vinnusigur hjá okkar mönnum og draumurinn er á lífi!
 
Næst er það Leiknir á okkar heimavelli á sunnudaginn næsta, Leiknisljónin mæta helsærð eftir sárt tap á móti FH. Eins og við vitum nú flest þá geta særð Ljón verið stórhættuleg. Minnum svo leikinn hjá stelpunum á móti Val þriðjudagskvöldið 25.ágúst en ef að vel spilast þá gætu stelpurnar tryggt sér titilinn!
 
KIG

Til baka