BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Sverrir Ingi

17.12.2013

Eins og Blikum er kunnugt hefur Sverrir Ingi Ingason nú fetað í fótspor fjölmargara leikmanna Breiðalbiks og samið við erlent félag. Um er að ræða norska úrvalsdeildarliðið Viking frá Stafangri á Rogalandi. Þar er Breidablikkveien – ekki svo langt frá keppnisvellinum. Steinsnar þar frá er einnig Hafursfjörður þar sem Barður Hvíti og Þórólfur Kveldúlfsson, ásamt berserkjum tólf, börðust í liði Haraldar hins hárfagra og höfðu frækinn sigur en Bárður hlaut þó bana af. Um þetta geta áhugasamir lesið í þeirri frómu bók Egils sögu Skallagrímssonar. Þar eru nú guðspjöllin ekki að þvælast fyrir mönnum.Var þessi orrusta undanfari þess að menn tóku mjög að flýja til Íslands, af öllum stöðum, undan skattheimtu Haraldar . Hafa skattundanskot (les: skattsvik) síðan verið þjóðaríþótt íslendinga, næst á eftir knattspyrnu. En það er nú önnur saga. En kannski hefðu félagaskipti Sverris bara verið á milli félag í Noregi ef þetta hefði ekki borið til. Hver veit. Þá hefði þetta kannski getað verið einhvernveginn svona ; ,,Sverrir Inge Ingeson har nu,som Steinthor Freyr Thorsteinsson, byttet fra Bergens Breidablikk og skrevet en treårskontrakt med Viking. Dette er en stor glæde for alle Vikinge.“

En orrustan í Hafursfirði breytti þessu aðeins.

Sverrir, sem auk þess að hafa verið fastamaður í liði Blika hefur verið fyrirliði 21 árs landsliðs Íslands, heldur nú utan og framundan eru spennandi tímar hjá honum. Blikar.is óska honum alls hins besta og þakka honum fyrir samveruna síðastliðin ár. Við erum sannfærðir um að hann muni banka fast á A landsliðsdyrnar á næstu misserum og hlökkum til að fylgjast með honum.

Áfram Breiðablik

Til baka